Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Báðar fylkingarnar í átökunum í
Líbíu hafa verið sakaðar um alvar-
lega stríðsglæpi, m.a. um að hafa
tekið fanga af lífi í hefndarskyni.
Læknar á sjúkrahúsi í Trípólí
hafa rannsakað lík 17 uppreisnar-
manna sem höfðu verið í haldi her-
manna Muammars Gaddafis.
Fréttamaður breska ríkisútvarpsins
í Trípólí hefur eftir læknunum að á
líkunum hafi fundist merki um að
fangarnir hafi verið pyntaðir og
teknir af lífi. Um helmingur líkanna
hafi verið með skotsár á hnakkanum
og önnur með sár sem bendi til þess
að fangarnir hafi verið pyntaðir.
Fréttastofan Reuters segir að
einnig hafi fundist vísbendingar um
að uppreisnarmenn hafi tekið fanga
og særða hermenn af lífi.
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International segjast hafa feng-
ið upplýsingar um að hermenn
Gaddafis hafi orðið mörgum föngum
að bana með byssum og hand-
sprengjum í tveimur herstöðvum í
Trípólí. Samtökin segjast hafa feng-
ið vísbendingar um að báðar fylking-
arnar hafi gerst sekar um illa með-
ferð á föngum.
Jalil hótar að segja af sér
Sendimenn Amnesty fengu m.a.
upplýsingar um að hermenn Gaddaf-
is hefðu nauðgað tveimur piltum í
fangelsi. Uppreisnarmenn í bænum
Zawiyah virtust einnig hafa gerst
sekir um illa meðferð á föngum,
einkum blökkumönnum sem grun-
aðir eru um að hafa verið málaliðar
Gaddafis. „Yfirmenn fangelsisins í
Zawiyah sögðu að um þriðjungur
allra fanganna væri úr röðum „er-
lendra málaliða“, m.a. frá Tsjad,
Níger og Súdan,“ sagði Amnesty.
„Þegar fulltrúar Amnesty töluðu við
nokkra fanganna sögðust þeir vera
farandverkamenn.“
Nokkrir fangar, sem komu frá
Afríkulöndum sunnan Sahara, sögð-
ust hafa verið handteknir vegna þess
eins að þeir væru blökkumenn.
Rupert Colville, talsmaður
Mannréttindastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sagði að erfitt væri að
staðfesta fréttir um að stríðsfangar
hefðu verið pyntaðir og teknir af lífi,
en nýskipuð nefnd SÞ ætti að rann-
saka allar ásakanir um stríðsglæpi.
Mustafa Abdul Jalil, formaður
þjóðarráðsins sem býr sig undir að
taka við völdunum, hefur krafist
þess að uppreisnarmennirnir
fremji ekki stríðsglæpi í
hefndarskyni og hótað að
segja af sér verði þeir
ekki við kröfunni.
Reuters
Stríðsfangar Uppreisnarmaður gætir fanga í Trípólí eftir bardaga milli uppreisnarmanna og hermanna Gaddafis.
Báðar fylkingarnar í Líbíu
sagðar taka fanga af lífi
Hermenn Gaddafis og uppreisnarmenn sakaðir um illa meðferð á föngum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, varaði í gær við því að felli-
bylurinn Irene, sem stefnir að aust-
urströnd landsins, gæti orðið
„gífurlega hættulegur“. Hann
brýndi fyrir íbúum hættusvæðanna
að grípa þegar í stað til allra nauð-
synlegra varúðarráðstafana. Felli-
bylurinn olli miklu eignatjóni á
Bahamaeyjum og kostaði að minnsta
kosti fimm menn lífið í Dóminíska
lýðveldinu, Haítí og Púertó Ríkó.
„Við vonum það besta, en búum
okkur undir það versta,“ sagði
Obama. „Við þurfum öll að taka
óveðrið alvarlega. Allt bendir til þess
að þetta verði sögulegur fellibylur.“
Kemur að ströndinni í dag
Lýst hefur verið yfir neyðar-
ástandi í sjö sambandsríkjum, frá
Norður-Karólínu til Connecticut, og
tugum þúsunda manna í fjórum ríkj-
um hefur verið skipað að forða sér
frá hættusvæðunum. Um 65 milljón-
ir manna búa á öllu svæðinu sem tal-
ið er að Irene fari yfir.
Vindhraðinn minnkaði nokkuð í
gær og var um 49 m/s, en búist var
við að hann ykist að nýju. Gert er ráð
fyrir að Irene komi að strönd Norð-
ur-Karólínu í dag og haldi síðan
áfram norður á bóginn, ógni sam-
bandsríkjum frá Delaware til Maine.
Talið er að Irene komi til New
York-borgar á morgun og vindhrað-
inn verði þá um 43 m/s. Til saman-
burðar má nefna að tólf vindstig, fár-
viðri, eru 32,7 m/s.
Gail McGovern, yfirmaður Rauða
krossins í Bandaríkjunum, varaði við
því að það gæti tekið vikur eða mán-
uði að koma fólki til hjálpar á af-
skekktum svæðum ef allt færi á
versta veg. Fólk þyrfti að búa sig
undir margra daga rafmagnsleysi og
hætta væri á flóðbylgjum.
Síðasti fellibylurinn í New York-
borg var árið 1985.
Varar við „gífurlegri“ hættu
Obama brýnir fyrir íbúum austurstrandar Bandaríkjanna að gera þegar í stað
varúðarráðstafanir vegna fellibyljar Neyðarástandi lýst yfir í sjö ríkjum
Mikill viðbúnaður
» Fellibylurinn olli miklu
eignatjóni á Bahamaeyjum.
» Bandaríkjaher hefur stað-
fest að allt að 98.000 þjóð-
varðliðar verða á varðbergi
vegna fellibyljarins um helgina.
» Bandarísk yfirvöld hafa búið
sig undir að sjá fólki, sem var
flutt af hættusvæðunum, fyrir
allt að milljón máltíðum á dag
ef allt fer á versta veg.
Ö
Ö
F
F
S
S
400 km
M
H
S
FELLIBYLURINN IRENE
BANDA-
RÍKIN
K A N A DA
New York-
borg
Washington
D.C.
Ottawa
Kl. 18.00
sunnudag
Kl. 18.00
mánudag
Kl. 18.00
þriðjudag
Kl. 18.00
í dag
Kl. 18.00
í gær
Miðnætti
Í fyrrinótt
Leið lægðarinnar (að ísl. tíma)
Heimild: NOAA
Norður-
Atlantshaf
Líkleg leið
Líklegt óveðursvæði
Öflugur fellibylur
> 50 m/s
Fárviðri
33-50 m/s
Stormur
18-33 m/s
Að minnsta kosti átján manns, þ.á m.
norsk kona, biðu bana og átta særðust
í sprengingu í gær þegar bifreið hlað-
inni sprengiefni var ekið á byggingu
Sameinuðu þjóðanna í Abuja, höfuð-
borg Nígeríu. Veggir tveggja hæða
hrundu í sprengingunni.
Mikil öryggisgæsla hefur verið við
bygginguna og bílar, sem eru ekki
merktir Sameinuðu þjóðunum, hafa
ekki fengið að aka að henni. Sjónar-
vottar sögðu að árásarmaðurinn hefði
þó komist framhjá öryggisvörðum og
ekið bílnum á framhlið byggingar-
innar.
Hefur gert margar árásir
Hreyfing íslamista, Boko Haram,
lýsti árásinni á hendur sér. Hreyf-
ingin hefur gert tugi sprengjuárása í
Nígeríu á síðustu mánuðum. Flestar
árásanna voru gerðar í norðaustur-
hluta landsins, en ein þeirra beindist
að höfuðstöðvum lögreglunnar í
Abuja og kostaði a.m.k. tvo menn lífið.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi
sprengjutilræðið í gær. „Þetta var
árás á fólk sem hefur helgað líf sitt að-
stoð við aðra,“ sagði hann.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman til að ræða friðargæslu í
heiminum og hóf fundinn með mínútu
þögn til að votta fórnarlömbum
árásarinnar virðingu sína.
Mannskæð
árás gerð
á hús SÞ
Reuters
Eyðilegging Björgunarmenn í
byggingu SÞ í Abuja eftir árásina.
Íslamistar segjast
hafa framið ódæðið
Lars Løkke
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, til-
kynnti í gær að
efnt yrði til þing-
kosninga 15.
september, tæp-
um mánuði áður
en núverandi
kjörtímabili
lýkur. Flokkur
Rasmussens, Venstre, og Íhalds-
flokkurinn hafa verið við völd frá
2001 og stjórn þeirra nýtur stuðn-
ings Danska þjóðarflokksins. Ný
skoðanakönnun bendir til þess að
flokkarnir þrír séu með 47% fylgi
en vinstri- og miðflokkarnir í
stjórnarandstöðu 53%.
Danir kjósa nýtt
þing í september
Lars Løkke
Rasmussen
Á meðan Norður-Kóreumenn svelta
heilu hungri virðist leiðtogi þeirra,
Kim Jong-Il, hafa áhyggjur af því
að Rússar fái ekki nógu mikið
áfengi. Kim er á heimleið eftir viku-
langa lestaferð um Síberíu þar sem
hann ræddi m.a. við Dmítrí Medve-
dev, forseta Rússlands. Sendimaður
Medvedevs ferðaðist með gestinum
og segir að Kim hafi meðal annars
lagt til að Norður-Kóreumenn
reistu bjórverksmiðju í Rússlandi.
„Hér er kínverskur, japanskur og
þýskur bjór. Hver væri á móti því
að bæta við kóreskum bjór?“ er
haft eftir Kim.
N-Kórea bruggi bjór
handa Rússum
Breskar herþotur gerðu í gær
loftárásir á víggirt byrgi í Sirte,
fæðingarbæ Muammars Gaddaf-
is, og uppreisnarmenn
bjuggu sig undir að ráð-
ast á bæinn. Orðrómur
hefur verið á kreiki um
að Gaddafi sé í felum í
Sirte, en það hefur ekki
verið staðfest.
Þjóðarráð uppreisnar-
mannanna hefur lofað þeim,
sem ná Gaddafi „lífs eða liðn-
um“, sem svarar tæpum 200
milljónum króna í verðlaun. Tals-
maður Mannréttindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, Rupert Col-
ville, varaði Líbíumenn við því að
ráða Gaddafi af dögum til að fá
verðlaunin og sagði að morð
væru aldrei réttlætanleg. Hann
sagði að besta lausnin væri að
Gaddafi yrði handtekinn og leidd-
ur fyrir Alþjóðasakamáladómstól-
inn í Haag sem hefur ákært hann
fyrir glæpi gegn mannkyninu.
Verði handtekinn, ekki myrtur
LÍBÍUMENN HVATTIR TIL AÐ RÁÐA EKKI GADDAFI AF DÖGUM
Líbískur uppreisnarmaður.