Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 4

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 4
Guðmundur Andri Thorsson * Pollurinn Hann sá poll þegar hann var að koma út úr rútunni sem hann þurfti að klofa yfir til að komast áfram. Áður en hann steig ofan í neðstu tröppuna hikaði hann: hvers vegna skyldi hann ekki stíga ofan í þenn- an poll? Hann fengi tæpast lungnabólgu, hann myndi ekki kvefast; það var ekki fullvíst að hann myndi blotna í fætuma. Hann gat með engu móti munað hvort það var á þessum skóm sem gatið var eða hinum sem voru í töskunni vafðir í dagblað. Hann setti fótinn fram, hann var ekki áfjáður að rifja upp hvar gatið á skónum væri, honum líkaði óvissan og hugsaði með sjálfum sér að þessi sak- lausa tilraun sem hann var farinn að skemmta sér við að hugsa um sem nokk- urt hættuspil yrði honum ef til vill uppbót á langt ferðalag í rútunni sem hafði reynt á hann vegna þess að við hliðina á honum sat maður sem sagði margar sögur af sjálfum sér og hnykkti ævinlega út með orðunum: jessör! Sjálfur hafði hann ekki talað í nokkra mánuði heldur hlustað. Um leið og hægri fóturinn snerti hrufótt járnið í neðstu tröppunni og hællinn á þeim vinstri tók að lyftast rann upp fyrir honum að ef hann stigi ofan í pollinn sér til skemmtunarog héldi síðan leiðar sinn- ar á meðan vatnið leitaði jafnvægis á ný, væri hann hvað sem liði hugsanlegu gati á sóla, kvefi lungnabólgu eða dauða að brjóta lög um hegðun, núna þegar hann var ekki lengur ósýnilegur, og fólkið sem beið þögult fyrir aftan hann yrði sett í þá aðstöðu að gera upp hug sinn milli þeirra og fordæmis hans, en sjálfur gat hann með engu móti hugsað sér að staldra við og fylgjast með því hvort uppreisn hans öðlaðist einhverja liðsmenn og því síður vissi hann hvað hann ætti að segja við þessa nýtilkomnu fylgismenn við aðferð- ir sínar í lífinu. Andóf, hugsaði hann, er ævinlega sprottið úr sérvisku einstakl- ings eða sjálfsbirgingshætti, og leiðtoga er ekki hægt að fylgja í blindni þegar um einskærar hugmyndir eða hugsjónir er að ræða heldur verður hann sífellt að geta stungið upp á nýjum ögrunum og aðgerð- um, og hann vissi að þótt margir pollar væru í þessu þorpi myndu fylgismennim- ir smám saman tínast utan af honum ef hann sýndi ekki meiri hugkvæmni í mót- þróa en að stíga ofan í þá. Ef hann á hinn bóginn gengi burt og tæki enga ábyrgð á tiltæki sínu gagnvart öllum hinum sem enn biðu fyrir aftan hann í rútunni yrði það heigulsháttur og ábyrgðarleysi að láta aðra ráða fram úr þeim vandamálum sem skapast af háttemi manns. Hann renndi í gmn að málið snerist hvað sem öðru liði ekki lengur um það hvort hann sjálfur tæki dálitla áhættu, og þegar hann hafði stigið yfir pollinn vissi hann með sjálfum sér að hann var þátttakandi í líf- inu. Hann fann það ekki, hann vissi það aðeins með sjálfum sér og sú vitneskja gladdi hann ekki. Að kvöldi þessa dags var honum sagt með slíkri einurð að hann hlaut að trúa því að hann væri alkóhólisti og þyrfti strax að leita meðferðar. Tildrögin voru þau að hendur hans skulfu þegar hann bar koníaksglas að vörum sér og viðmælandi hans veitti því athygli og varð hugsi. En þegar hann var að ganga eftir aurblautri götunni í átt að bernskuheimili sínu var geð hans hart. í útlöndum þar sem hann gekk um og þagði hafði hann séð betlara sem kraup með höfuð hneigt og útrétta hönd og helgimyndir allt í kring. Á götu- homum hér og hvar hafði hann séð sjálfa mater dolorosa sem grét með sofandi reifabam í fanginu og hafði bauk fyrir framan. Hann hafði séð ungan mann sem hallaðist aftur til hægri og horfði með augum Þess Yfirgefna til himins og spennti sofandi dreng örmum meðan annar drengur lá á vinstri hliðinni, og fyr- ir framan var baukur. Hann hafði séð beiningamenn sem stauluðust milli borða með útrétta hönd og formælingar reiðu- búnar á vörum. Hann hafði hrist af sér lúnar konur með slitið hár og stóra kúlu á maga sem reyndu að vekja gimd hans með orðunum fúkki fúkki. Öxl hans hafði verið snert laust af hungurvofum hassmöngumm hryggðarmyndum, handlama fótlama örkumla örvasa, þeim þjáðu og smáðu, og hann hafði hrist hana. Hann hafði hlustað sig hálfæran á harmonikuleikara sem stóð fattur og hreyfingarlaus með stór augu sem virtust úr gleri bak við þykk gleraugu og lét sömu níu nóturnar staulast upp og hrynja niður fúinn tónstigann tímunum saman. Hann hafði horft á blindan happdrættis- sala standa með opinn munn og rang- hvolfa í sér augunum og snúa puttunum í sífellu eins og hann handléki enn hvíta stafinn sem hann var með í gær. Hann hafði séð agnarlitla og kengbogna gamla konu sem hálfblind og gleraugnalaus stóð límd upp við vegg og rýndi með erf- iðismunum í veggspjald sem á stóð The Rolling Stones. Þessar listrænu kyrr- stöðumyndir höfðu aldrei orkað á hann fremur en áþekkir skúlptúrar sem hann hafði séð á söfnum. Hann hafði aldrei sogast inn í þessa tælandi friðsæld, aldrei 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.