Teningur - 01.05.1987, Síða 5

Teningur - 01.05.1987, Síða 5
Sigfús Daðason langað til að líkna þessu fólki með smá- mynt þótt hann grunaði að tilfinningin sem það veitti væri líkamlegur unaður af svipuðum toga og hríslast um mann sem vinnur nokkra upphæð í spilakassa. En þegar hann var að fara heim á hótelið sitt eina nóttina hafði hann gengið framhjá manni sem stóð og laut höfði ofan í stein- bekk og kreppti hnefana eins og hann þyrfti á allri sinni sjálfstjórn að halda til að glenna þá ekki og skammt frá lá dúkku- haus með augun glennt og opinn munn og þegar hann gekk upp stigann í hótel- inu hafði hann hugsað: það er ég sem læt marra í stiganum, það er ég sem finn kryddlyktina frá klósettinu. Áður en hann sofnaði hafði hann setið lengi á rúmstokknum í öðrum sokknum og engu öðru og nærbuxurnar voru flæktar um annan fótinn. Hann hélt á hinum sokknum. Hann horfði ágult veggfóðrið. Hann hugsaði: það sem ég sá voru mann- leg örlög, ég verð að finna það. Hann ráfaði um þorpið í tvo tíma og sá fátt nema polla og stór ferköntuð hús sem virtust yfirgefin. Fyrir gluggum voru gardínur sem hann sá ekki bærast. Hann grunaði að þar inni leyndist fólk. Hann sá hvorki fjöllin né hafið. Það varköld gjóla en hann sagði við sjálfan sig að sér væri ekkert kalt og hann trúði sér. Hann fór inn í verslun til að kaupa tannkrem. Þetta var kjörbúð og hann þurfti lengi að leita áðuren hann fann það við hliðina á royalbúðingum. Tvær kon- ur voru að versla auk hans. Þær höfðu báðar lagt allar vörumar sem þær ætluðu að kaupa á afgreiðsluborðið á meðan þær voru að leita að fleiri vörum og hann mátti því bíða. Afgreiðslustúlkurnar voru tvær. Þær þögðu. Þegar konurnar komu aftur hvor úr sinni áttinni fóru þær að tala saman. Hann skildi ekki samræð- urnar. Önnur þeirra var drukkin. Það snart hann. Hann sat hjá móður sinni í klukku- tíma. Gardínurnar fyrir gluggunum hjá henni voru brúnar. Þær löfðu framan við GULLÖLD Þá hugsað til Virgils. Villimannlegir siðir fortíðarinnar á vogarskál móti siðprýði framtímans. Fagrar hugsanir, viðkvæmni býjabónda. Ógnar-veldi Kartagó jafnað við jörðu fyrir löngu Grikkir sigraðir sjálfum þeim til bjargar. Ósigranlegir Grikkir. Condere Romam. Jafnvægið. Hugljúfinn. Hjarðmannasælan. Mjög fagrir mjög stilltir og mjög grimmir herrar heimsins hugsuðu sér til hreyfings.

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.