Teningur - 01.05.1987, Page 7

Teningur - 01.05.1987, Page 7
til fullnustu að horfa á sjálfan sig standa við barborðin og horfa, og hann hallaði undir flatt og brosti og sagði já, jahá, jahéma. Þegar skólastjórinn sagði hon- um með þunga að hann væri alkóhólisti tók hann strax áfjáður undir það og sam- þykkti skilyrðislaust að fara strax í með- ferð við sjúkdómnum. Um leið varð hon- um litið til stúlkunnar. Hún horfði út um gluggann, lyfti annarri hendinni upp að hárlokk sem lék við hálsinn en lét hana falla aftur niður í kjöltuna og tók til við að prjóna. Hann sat lengi á rúmstokknum, nakinn nema í nærbuxum. Hann hélt á öðrum sokknum. Hann horfði ágult veggfóðrið. Hann lét sokkinn detta á gólfið. Síðan stóð hann upp og vafði utan um sig sæng- inni og gekk berfættur út í bláa nóttina og þögnina, hægt. Margrét Lóa Jónsdóttir HJÁ ÞÉR allt er bláhvítt undir súðinni uns húmið rennur inn í skaut næturinnar allt er bláhvítt undir súðinni þinni TILIBS Leiðrétting f síðasta hefti læddist inn prentvilla í eitt ljóð Sören Ulrik Thomsens. Villan breytir myndinni í Ijóðinu og þess vegna er það birt héma aftur. Þýðandi er beðinn velvirðingar á klaufaskapn- um. í ghettóinu hafa hvítar dúfur skotsár á bringunni (á meðan vængjaðir vinimir eyða reið- inni flögra gammamir yfir heið- inni) - nú er tímabært að hefja leit- inú að sannleikanum á morgun geng ég í hægðum mín- um fram hjá ráðhúsum og ritstjómarskrifstofum LJÓÐ Nafn, sem enginn kemur orðum að logar í regninu. Bílamir á þjóðvegunum í norður lýsa upp mannlaust hús, er dag hvem rís af gmnni og hrynur á ný. Níu blindar ljóskeilur benda að miðju þess. í kjallaranum skín kæfður andardráttur, hvassir stigar lyftast í myrkrinu: Vindurinn þýtur um opna rangala hússins.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.