Teningur - 01.05.1987, Page 8

Teningur - 01.05.1987, Page 8
Þórður Kristinsson Alopecia arreata Ætti hann að stökkva í kvöld? Eða á morgun? Hugsanimar sóttu á hann. Sífellt. Og reyndar aldrei meir en þegar hann ætlaði að stökkva. Hann hafði tekið eftir því. Myndimar hlóðust upp hver um aðra. En tivemig stóð á því? Af hverju? Til hvers? Hvers vegna? Allskonar spum- ingar. Og hann sem var svo ógn lengi að hugsa. Fannst hann yrði að hugleiða hverja einstaka spumingu undir mörgum homum. Helst öllum. Og hann var ekki með kútinn; yrði að snúast hugur á bryggjunni. I gær mundi hann eftir kútn- um svo hann gæti söðlað um þótt hann væri kominn ofan í. Já og í fyrragær. Og daginn þar áður þegar hann fékk hann léðan. En ekki núna. Nú var að duga eða drepast. Helvítis kúturinn, hugsaði hann og tvísté. Ég gleymi alltaf einhverju. Hann klóraði sér bak við annað eyrað. Hva?? Og húfulaus! Skallinn berskjald- aður. Hver emillinn. Hann varp öndinni. En það dugði víst ekki. Hjartað sló. Hann settist á polla. Skuggi skar hann miðjan. Skallinn í skímunni. Já, hugsaði hann, þetta var allt út af gref- ils skallanum. Hann vissi það svo sem. Samt hafði hann reynt allt. En það var skallinn. Því lauk öllu ætíð í skallanum. En hvemig mátti það vera? Hann hafði oft spurt sig að því. Hann var ekkert vitlaus, ekkert fífl, eng- inn grasasni. Bara haldinn alopecia arre- ata. Þessum eilífðarkrankleika. Þessu helvíti. Sjúklegum skalla. Þurfti það að koma svona illa niður á honum? Troða á honum? Margir menn voru með skalla. Og konur. Sumir frægir. Græddu á honum. En hann var öðruvísi. Alltaf eitthvað frábmgðið hjá honum. Aldrei neitt eins og það átti að vera. Ekki einu sinni skallinn. Ekkert. Honum fannst hann hafa þjáðst af alop- ecia arreata lengi, já næstum alltaf. Samt var hann orðinn sautján þegar dómurinn féll. Nú vom liðin átta ár. Löng ár. Þriðjungur ævinnar. Eftir önnur átta nærri helmingur. Og ekki var nóg með að hann væri hald- inn þessum illkynja sjúkleika og bæri þess auðsén merki, heldur hafði sjúk- dómurinn þau séreinkenni að honum óx hár í kuldum sem jafnharðan féll í hlýind- um. Og það var ekki bara hausinn. Nei. Líka handarkrikamir. En sem betur fer ekki neðan naflans. Var kafloðinn þaðan og niður úr. Þó snoðinn millum tánna og á iljum. Honum þótti sem hárinu væri skakkt dreift á búkinn; líkt og hálfsáinn akur síðla sumars... Hann laut fram og studdi olnbogum á kné sér. Sjórinn var mógrænn undir honum. En af hverju hann? Hvers vegna? Við því vom engin svör. Hann var bara svona. Yrði það, ja, nema eitthvað kæmi upp á. Og hann sem trúði ekki á Guð og þess vegna ekki á helvíti og Skrattann; hafði einskis orðið var. Skárra væri það nú. Hann hló með sjálfum sér. En hlátur- inn dó. Auðvitað hafði hann reynt að bregðast við þessum vanda. Það var ekki það. Hafði unnið á Grænlandi um tíma; í Ang- magssalik. En það lukkaðist einhvem veginn ekki. Hann þoldi illa kuldann þótt honum yxi hár. Eitthvert búklegt ósætti. Frostið var of mikið. Hann varð allur loðinn. Skar hár sitt og skegg kvölds og morgna. Hann rétti aftur úr sér. Klóraði ofan af bólu við hvirfilinn. Logsveið. Samt fann hann lausn þama á Grænlandi. Já nokkurs konar lausn. Og þó. Eftir þriggja ára bollaleggingar og tilraunir, jafnvel náttlangar feldlegur, hafði hann loks uppgötvað að það hlyti að vera milli- vegur. í kuldum óx hárið, en hvarf í hlýindum. En það var ekki bara heitt og kalt. Hann komst að því seint um vorið á Grænlandi. Já, hann mundi það svo vel. Varði í viku. Meira að segja rúma. Þegar líða tók á vorið dró smátt og smátt úr hárvextinum, eftir því sem kvikasilfr- ið seildist ofar upp eftir kvarðanum. ■< Hann gerði mælingar á þessu, fann út ákveðið samræmi; kortlagði. í fyrstu dró hægt úr vextinum. í fimmtán gráðum var ofvöxtur. Líka í tíu og níu; og agnarögn í átta. En í sjö og sex eða eiginlega þar mitt á milli var samræmi. Já sex til sjö gráðu frost á selsíuskvarða var hans hitastig. Fjömtíu og þremur til fjórum gráðum lægra en innan í honum. Ó hvað honum leið vel. Aldrei liði honum það úrminni. Aldrei. Eins og hann hefði vaknað upp við vondan draum... inn í góðan heim. Drottinn minn dýri. Hjartað sló örar. Hann var glaður. Hélt sig mest úti við. Orti pínulítið. Hafði aldrei upplifað neitt þvflíkt. Nei aldrei. Ekkifyrren seinna... Hann spennti greipar. En það var þetta búklega ósætti. Fingumir tókust á, urðu * rauðir og hvítir; skjóttir. Hann leysti þá sundur. Samræmi er nauðsynlegt svo verði ró og friður. Jafnvægi í sálinni og búknum og líka með þeim. Verður að vera heildarsamræmi. Þess vegna var lausnin ekki lausn. Ekki fullkomin lausn. 6 *

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.