Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 19

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 19
lest og réttir úr sér. Sér útundan sér félaga sinn lenda í sjónum rétt hjá sér. Sér það og stirðnar einsog stunginn fiskur, sér og sér kannski ekki þegar félaginn stingur sér ekki heldur skellur máttvana og spriklandi í sjónum. Sjónum hans eru þetta kannski ofsjónir, hann starir stjarf- ur í sjóinn sæbláa á eftir eldrauðum félaga sínum, sér stakkinn ekki, sér kannski ekki. Starir stjörfum augum hreyfingarlaus, stífur, hefst ekki að, sér ekki félaga sína blóðga, sér ekki múkkann, stjörfum tómum augum. Það er kalt. Malið í vélinni heyrist varla lengur. Skellimir í lúgunum höggvast endrum og eins í eyrun, annars er allt hljótt. Enginn segir orð. Svo er dauða- þögn, steinhljóð, heyristekki múkk. Sól- in glampar skellótt á bylgjóttu hafsborð- inu, ekki nógu sterk til að stinga í augun, lýsir hafið bláa fölblátt og sumstaðar ná- fölt í kringum glampaskellurnar. Fugl- amir garga í kapp við blóðgarana, háma græðgislega í sig lifrina og innyflin, berj- ast um bitana einsog gráðugir úlfar. Það heyrist ekki múkk. Andartak heyrir hann óheyrileg andköf, einhver grípur andann á lofti í dauðans angist, fjörtök heyrast stinn, skvamp, bægslagangur, öllum öngum baðað út, dauðaþögn. Dauða- dauðaþögn. Þögn. ískalt loftið smýgur fram hjá andliti hans, smýgur ofan í háls- málið, smýgur í merg og bein og bein og merg og smýgur í gegnum vettlingana og smýgur í gegnum stakkinn, og hafið hnígur og rís og smýgur og smýgur inn i merg og bein og sólin smýgur einsog fleinn í hold, ristir hann á hol, smeygir sér framhjá honum, stingur í augun eins- og ískalt loft í merg og bein HJÁLP hann horfir tómum augum á eftir orðinu þar sem það dettur slyttislega úr úr munni hans, rennur niður eftir stakki hans, lið- ast einsog ormur í iðandi fiskikösinni. Hann fylgist með því hlykkjast ofan á kösinni, agndofa lítur hann ekki af því einsog það sé gull, sér annað á hælum þess, líka HJÁLP og hann starir forviða stjörfum augum á orðin bíta í sporðinn hvort á öðru HJÁLPHJÁLP eða H J A L P PLÁ J » hvemig þau skoppa á dauðum gulum og grænum skrokkunum innan um blóð- rauðar sletturnar og allt í einu liðast runa af orðum í fótspor þeirra MAÐUR-FYR- IR-BORÐ og hann sér þau sínum tómu augum renna undir spoiðinn á einum þorsk- inum og koma út um útstandandi auga sem lyppast niður einsog sprungin blaðra M-A-Ð-U-R-F-Y-R-I-R-B-O-R-Ð. Hann finnur ekki fyrir kuldanum. Orðin hlykkjast í kösinni grænu og gulu og rauðu og leika sér á meðan hann sér útundan sér félaga sinn sprikla krampa- kennt í sjónum. Ofsjónum þykist hann haldinn. Svo springur eitthvað og hann öskrar af öllum lífs og sálarkröftum HANN DATT í SJÓINN. Stýrimaðurinn réttir ofurlítið úr sér, brosir kurteislega til hans: varstu að segja eitthvað góurinn? Hann horfir skilningsvana á stýrimann- inn sem brosir flímlega og ber spuming- una aftur upp með stríðnislegum augum. Hann datt í sjóinn hvíslar hann. Stýri- maðurinn kippist við, lítur á hann ásök- unarfullu augnaráði og hendist til, snarar sér að lunningunni og öskrar Maður fyrir borð og allir líta upp og hætta í miðju kafi og þyrpast að lunningunni. Hann horfir á þá í leiðslu baða út öllum öngum, sér þá hrópa og kalla fram og aftur alla í sam- hengislausum kór án forms. Öskra á skipstjórann, hver á annan, á hann, á félaga sinn í sjónum sem er á bólakafi hangandi í hundspottanum og heyrir varla stakt orð. Það er heilt haf á milli þeirra. Hann sérgusu af loftbólum, heil- an strók stíga upp frá sjómanninum. Hann sér allt einsog í gegnum móðu, gegnum vatn, gegnum plast. - Þessi sjónhverfmg með konuna sem sogaðist inn í mistrið var undarleg. Og líka hvemig hann virtist dragast að henni án þess að hann réði við það. Þegar hún var horfin datt mér í hug hvort þetta hefði ekki örugglega verið hún, eða hvort hann hefði sogast inn í mistrið á sama hátt og þessi undarlega kona sem var kannski alls ekki sú sem hann leitaði. Það er ein- mitt þetta sem er stærsti kosturinn við þessa mynd, það er hægt að spyrja enda- laust. Af hverju stökk hann ekki alla leið? Var konan sú eina og sanna? Hvaða seiðmagn bjó í mistrinu? Og jafnvel: sáum við á bak rétta manninum? Sér ekkert lengur. Það er einsog orðin séu orðin deig í heila hans. í hálsi hans. Það er allt svo kyrrt, svo stillt, svo hljótt. Einsog í draumi, jafnvel í martröð er allt hljótt og kyrrt þótt djöfullinn sjálfur sé á hælunum á honum yfir endalaust flæmi af holum ofan í tómið algera og tímalausa og svarta. Hann svífur ofar deiginu og sjálfum sér. Sér sjálfan sig í iðandi kös- inni og félaga sína hinum megin í bátnum horfa á sjómanninn, sér sjómanninn búinn að gefa upp öndina, sér stýrimann- inn stinga sér í vatnsborðið, heyrir skvampkennd sundtökin, heyrir hjálpar- beiðnina og endurtekin fyrirmælin, sér skipstjórann roðna eitt andartak, sér sekt- ina sem læðist eitt örskot fram í augu hans. Það er alltof mikið gert úr þessu. Sjómaðurinn er dáinn. Má ekki hugsa svona. Furðulegt hvemig hann sá hann ekki detta fyrir borð, heldur bara rétt áður en hann lenti í sjónum. Það var enginn svipur á honum, nema svolítil undrun, vottaði ekki fyrir ótta, kannski ofurlítið ráðvilltur. Einsog þegar maður kemur að ljósum einmitt þegar skiptir úr grænu í rautt. Sagði ekki orð um myndina. Steindauður. Nei, hann skal ekki ver^ dauður. Verður að gera allt. Allt. Allt. Allt í einu. Dáinn. Farinn. Hafið laðarog lokkar. Nei, hann skal ekki hafa stokkið. Datt. Skrikaði fótur. Gera alltalltalltallt. Allt. Einskis má láta ófreistað. Múkkinn lét sér hvergi bregða, hélt bara áfram að skófla í sig lifur og slor. Kom ekki nálægt honum. Skrýtið hvemig allt fer' í þoku núna. Búið að ná honum. Af hverju gerði 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.