Teningur - 01.05.1987, Síða 20
ég ekkert? Djöfuls aumingi. Stóð bara
lamaður. Gunga. Gat ekki hreyft mig.
Stend enn í sömu sporum. Þetta gerðist
allt svo snöggt, í einni sjónhending. Ég
lét þó vita. Sjónhending. Klippt á heilt
líf. Guð minn góður! Man eftir honum
frá því við vorum bara strákar. Bjó í
næsta húsi. Stærri og sterkari. Vemdaði
mig. Svona launa ég það. Hetjan mikla.
Hann skal lifa. Góði Guð láttu hann lifa.
Algóði himneski faðir. Djöfullinn. Get
ekki einu sinni beðið. Stýrimaðurinn á í
erfiðleikum með hann. Björgunarhring-
urinn svífur í fallegum boga og lendir
sviflétt rétt hjá þeim. Kemst ekki utan um
hann.
Það er heiður himinn um sumar, gott
veður. Eins langt og augað eygir er grænt
gras út að himninum. Dimmgrænt næst
en fagurgrænt, líkast mistri, þegar nær
dregur fölbláum himni í endalausum
fjarska. Nei, þetta em bara orð. í raun-
inni var þetta hvorki langt né stutt. Ein-
hvers staðar frá mér greindist ekki lengur
hvað var himinn og hvað gras. Þó var
himinn uppi. Blár, og hvítleitur í kring-
um sólina. Ég man ekki hvort sólin hafði
lit. Svo vom moldarfjöll öðmm megin.
Himinhá, miklu hærri en ég. Þau grettu
sig framan í mig. Hinum megin var
skurður. Djúpur skurður sem ég mátti
ekki koma nálægt. Fullur af vatni var
sagt. Einu sinni sýndi stóri bróðir minn
mér það og það var brúnt og gulgrænt.
Skurðurinn var langt í burtu og mjög
hættulegur. Einu sinni datt einn strákur-
inn oní hann og grét svo hátt að ég heyrði
það inn í eldhús heima þegar ég var að
leika mér við systur mína. Ég var aleinn.
Mig langaði heim að leika við systu.
Hvar á ég heima? Ég sé það ekki. Fjöllin
gretta sig og geifla. Það er fólk í fjöllun-
um. Ljótt fólk sem étur lítil böm. Mig
langar heim. Ég veit ekki hvar heima er.
Heima. Heim. Fjöll. Óvættir. Þeirkoma
fram núna. Litlir.ljótir kallar. Sumir em
fullir. Þeir em víst fullir. í rauðum peys-
um með fölgrænu og bláu mynstri. Ekk-
ert heima til. Ekki teyma mig. Ekki týna
til. Ég týna mér. Hvergi heima. Himinn-
inn þokast nær. Nær lokar mig inni.
Einn. Fjöllin full af fullum köllum. Eins-
og þeir syndi í moldinni. Renni við-
stöðulaust. Að mér. Frá mér. Aftur,
fram. Þeir öskra og sprikla, baða út öll-
um öngum. Einn er kjur. Hreyfir sig
ekki. Einsog vatnið renni í gegnum hann.
Týndur. Hrifinn. Upp. Að brjósti bróður
míns. Heim.
Hún horfir ekki á hann heldur beint fram
fyrir sig og þokast hægt í burtu. Hann
stendur eftir og hleypur að næsta vagni.
Ökumaðurinn gjóar til hans augunum en
spyr einskis. Hann stígur inn í vagninn. í
næstu andrá gengur hann út úr dómsal
fram í stórt anddyri þar sem ekki sér til
lofts.
Hafið á milli þeirra er glært, litlaust. Eld-
rauður skrokkurinn gljáir einsog hárið.
Hundurinn er horfínn. Hringurinn kom-
inn undir annan handlegginn. Liggur
skakkur frá hálsi að handvegi.
Undarlegt að það skyldi einmitt vera
hann sem tók mig. Ég hélt svo fast um
hálsinn á honum að hann kveinkaði sér.
Ég man að hann bað mig að halda ekki
svona fast. Svona, nú erum við að koma
heim. Hundurinn í næsta húsi geltir og
stekkur. Einu sinni kom stærðar hundur
heim, einsog kálfur. Stór einsog kálfur.
Þá var ég hræddur. Voða hræddur.
Voða. Voða ber að höndum. Upp
upp...úps. Hleyp í fangið á mömmu.
Ekki gráta svona greyið mitt. Og ég byrja
að gráta. Grét allan tímann.
- Það var það besta að allir endar skyldu
vera skildir eftir lausir. Þannig er lífið.
Raunveruleikinn er flókinn og fláráður,
eða einsog hann pápi minn sagði: Ekkert
í veröldinni er einfalt, það sér hver heil-
vita maður. Það var þó samspil tækni-
hyggjunnar og þessarar vitundarvakn-
ingar einstaklingshyggjunnar sem hún
var fléttuð úr sem gerði'gæfumuninn.
Tækniframfarir, þróun gegn bælingu
hástéttanna. Það vekur manni vonir um
að ekki sé allt unnið fyrir gýg.
Ég gat ekkert gert. Gerðist of snöggt.
Alltof snöggt. Svo var einsog mér sortn-
aði fyrir augum. Ein sjónhending. Auga-
bragð. Skil þetta ekki. Skal lífga hann
við. Ég skal verða betri maður. Ég skal
verða duglegri. Vakna á hverjum
morgni. Hætta að fróa mér. Skal...Nei
það get ég ekki maður. Af hverju hann.
Akkerju ekki ég. Stýrimaðurinn er að
gefast upp. Hlýtur að vera kalt.
Skil samt ekki alveg af hverju hann
blandaði saman tveimur öldum. Öld af
öld. Öldum saman. Öldumsaman. Ö1
dum sam an. Ö1 dum dum dum. Öldu
masa man. Öldur. Bylgjur. Öldur ljós-
vakans. Unnvörpum. Vitlaus. Verðavit-
laus. Öldungis vitlaus. Öldungis. Öldu
gys. Tímar. Auðvitað tvennir tímar.
Breytingar. í tímans rás. Rás. Tímans.
Breytingar. Breytingar? Hvaða breyting-
ar? Það fór fram tveim sögum samtímis
og þær enduðu eins. Fólkið hegðaði sér
eins. Nei, hegðaði sér ekki beint eins.
Brást frekar eins við vandanum. Að lifa.
Að vera manneskja.
Allt í einu skellur skipstjórinn í haffletin-
um. Þaðan sem hann lendir ganga
gusumar upp í loftið. Glærar og tindr-
andi, þær glitra í hægum boga einsog í
sjónvarpinu. Það merlar á hafið. Kallinn
syndir hægt að þeim. Nálgast þá draum-
hægt. Einsogendurtekiðefni. Þeirmjak-
ast nær. Strákamir standa allir út við
lunningu. Enginn fugl héma megin.
Fiskurinn veltur stjómlaust fram og aftur
í óskiljanlegum takti, skellur á memn-
um, rennur yfir þær. Hávaðinn orðinn
ægilegur. Öldugangur. Drekar og stein-
ar. Það hriktir í bátnum. Sé ekki lengur
fyrir strákunum. Þeir kasta öðmm
bjarghring, setja út stjaka, kalla og tví-
stíga, iða, fylgjast spenntir með. Ljós-
blátt og sumstaðar hvítt, rafhvítt teygir
hafið sig upp í helbláan himininn. Allt er
blátt og hvítt í öllum tónbrigðum. Skil
ekki, það var engin tónlist. Hún átti að
vera með grænt sjal. Það var rómað á
18