Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 22
Orðsending úr vetrarhríðinni
Rætt við Gyrði Elíasson
Þó að kominn sé miður morgunn er enn
þá myrkt sem af nótt. Þoka smýgur um
strætin og hringar sig utan um húsin, það
eru fáir á ferli í hverfinu og ég er þar
ókunnugur. Skyldi ég vera að villast?
Loks sé ég að um glugga á homhúsi berst
ljós út í þokuloftið og ég vind mér inn um
bakdyraport og kný þar dyra. Það er opn-
að og ég skáskýt mér inn. Það er hellt á
kaffi og byrjað að tala saman og herberg-
ið fyllist af orðum sem líða hljóðlega um
loftið eins og ilmurinn af kaffinu og þok-
an sem svífur um borgina. Skyndilega
erum við ekki lengur inni í herberginu.
Við erum komnir austur á firði og það em
fjöll bakvið þokuna og það er sjávamiður
og selta í lofti og fugl sem flýgur óséður
gegnum morguninn.
Þú ert sem sé að austan?
Ég er fæddur í Reykjavík. En ég fór það-
an tveggja ára með foreldrum mínum og
fluttist á Krókinn en var í sveit í Borgar-
firði eystra á summm. Þaðan er skyldfólk
mitt. Það má segja að ég hafi ekki komið
til Reykjavíkur aftur fyrr en eftir tuttugu
ár og þá bókstaflega af fjöllum. Ein-
hvemtíma í millitíðinni fór ég reyndar til
augnlæknis í Reykjavík og það voru sett
einhver smyrsl í augun á mér svo allt sem
ég man var að allt var í móðu. Allt eintóm
móða og maður dreginn eftir götunum
eitthvað sem maður vissi ekki hvert.
Hvernig líkar þá sveitamanninum við
borgina núna? Og hvað segir skáldið um
menningarlífið?
Mér líkar illa að komast ekki út fyrir
steinsteypuna sem ég á erfitt með að
sætta mig við. Borgin trekkir mig upp.
Menningarlífið í Reykjavík finnst mér
svona heldur yfirborðskennt. Það er auð-
vitað meira um að vera hér en úti á landi.
En það segir kannski ekki alla söguna.
Mér finnst gæta ákveðinna fordóma og
andstöðu gagnvart landsbyggðarfólkinu.
Ef við tökum listageirann þá em þeir
listamenn sem búa úti á landi ekki viður-
kenndir. Það er gengið út frá því að þeir
séu bara sveitamenn; kunni ekki neitt. En
það hvarflar stundum að manni að hér í
borginni séu sumir að grauta í bók-
menntunum bara til þess að koma sjálf-
um sér á framfæri í fjölmiðlum. Það er
jafnvel spuming hvort ekki sé betra að
fylgjast með annars staðarfrá. Það ereig-
inlega enginn friður orðinn fyrir þessu
fjölmiðlafári. Svo finnst méróheilindi og
snobb vera helsti þrálátir fylgifiskar á
þeim miðum. Menn þora ekki að vera
þeir sjálfir.
Jafnvel Reykvíkingar kvarta yfir heimótt-
arbrag í höfuðborginni og dreymir um
erlendar stórborgir, en þú sendirfrá þér
Blindfugl úr vetrarhríðinni á Borgarfirði
eystra?
Margir spyrja mann um hvemig það hafi
verið að vera á Borgarfirði. Mér virðist
það nokkuð útbreidd skoðun meðal
þeirra sem láta sig skriftir einhvers
varða, að fyrir rithöfund séu aðeins tveir
kostir handbærir hvað staðsetningu
varðar: Reykjavík annars vegar, hinn
stóri heimur hins vegar. Næstum engum
virðist detta í hug þriðji möguleikinn:
ísland utan Reykjavíkur. Þetta kom
nokkuð berlega í ljós í viðtali Helgar-
póstsins ekki alls fyrir löngu við nokkra
þekktustu höfunda landsins. Svo er ann-
að mál að ég hef í sjálfu sér ekkert á móti
útlandadvöl og á sjálfsagt eftir að reyna
slíka dvöl sjálfur. En fyrst vil ég vita
hvemig landið liggur hér heima.
En hefitr dvöl þín á landsbyggðinni þá
ekki mótað þig og gert þig verulega frá-
brugðinn öðrum skáldum íReykjavík?
Ég veit það ekki, ég er að minnsta kosti
að reyna að vinna úr þessu núna. Það er
alla vega nokkuð ljóst að í bili verður
reykvískur vemleiki ekki mjög áberandi í
því sem ég kem til með að skrifa á næst-
unni. Eins og er krota ég út frá bemsku
minni á Króknum og í Borgarfirðinum.
Hver sá sem fæst við skáldskap hlýtur
auðvitað fyrst og fremst að vinna út frá
sínu eigin lífi og því umhverfi sem mót-
aði hann. Ég er tiltölulega ungur enn, er
mér sagt, og er þá nokkuð óeðlilegt að
bemskan sé mér hugleikin? Það er stutt í
hana! Ég hlusta ekki á þá þá tuggu sem
menn em nú famir að velta sér á tungu,
um að hún sé eitthvert hallærislegt við-
fangsefni, það er eitthvað sem hver étur
upp eftir öðmm. Á hinn bóginn kemur af
sjálfu sér að ég hlýt að verða að taka
öðruvísi á henni en til dæmis Einar Már
hefur gert. Ég kæri mig ekki um að fara í
föt annarra
Þetta hefur samt ekki orðið þér viðfangs-
efnifyrr en nú, eða hvað?
Þetta hefur alla vegana ekki sótt mark-
visst á mig, þó held ég megi nú víða sjá í
ljóðabókunum ef vel er rýnt ákveðna til-
hneigingu í þessa átt.
Hvenœr byrjaðirðu aðfást við skriftir?
Eiginlega ekki fyrr en um tvítugt. Ég var
byrjaður á þessu á Króknum og hefði
sennilega ekki gert neitt úr því. Það sem
réði úrslitum var að Geirlaugur Magnús-
son kom norður að kenna og ég sýndi
honum eitthvað af þessu. Hann las það
20