Teningur - 01.05.1987, Page 28

Teningur - 01.05.1987, Page 28
Octavio Paz Úr bókinni Örn 1951 VÖNDURAFBLÁUM Úr flokknum Kvikir sandar Ég vaknaði baðaður svita. Úti sá ég að gangstéttarhellumar höfðu nýlega verið úðaðar vatni. Það réði ég af því að fyrir glugga minn lagði heita gufu. Grávængj- að fiðrildi hnitaði hringa um gult ljósið, vankað að sjá. Ég stökk niður úr hengi- rúminu og gekk berum fótum yfir gólfið. Ég mátti gæta að hvar ég steig niður, því vel gat sporðdreki hafa leitað úr fylgsni sínu eftir ferskara lofti. Ég tók mér stöðu við þröngan gluggann og sogaði ofan í mig sveitaloftið. Það mátti greinilega heyra hvemig nóttin, kvenleg og stór, dró djúpt andann. Ég sneri aftur inn í her- bergið, tæmdi vatnskmkku í pjáturskál, vætti handklæði og þvoði mér um bringu og fætur, þerraði mig að mestu, gekk úr skugga um að hvergi leyndist fló í fell- ingum fata minna, þá klæddi ég mig og fór, skokkandi niður grænmálaðan stigann. í dyrunum niðri rakst ég á eig- anda gistihússins. Það var þegjandalegur maður og eineygður. Hann sat í mggu- stól og reykti, augað var hálflukt. „Hvert ætlar þú?“ Spurði hann hásri röddu. „Ætla að ganga einn hring. Mér þykir of heitt.“ „Humm - það er allt lokað. Og svo em engin götuljós hér nærri. Ég held að þú ættir að halda þig inni við.“ Við þessu yppti ég öxlum og muldraði. „Verð enga stund.“ Og stakk mér út í myrkrið. í fyrstu sá ég ekki handa minna skil en þreifaði mig áfram með veggjum eftir steinlagðri götunni. Ég kveikti mér í sígarettu. Skyndilega kom tunglið fram eða sól? undan svörtu skýi og lýsti upp skarðan vegg. Ég stoppaði blindaður af þeirri hvítu, það ýldi lágt í vindi. Ég andaði að mér ilmi tamarindtrjánna. Fyrir eymm suðaði nóttin full af laufi og skordýmm. Það var líka að heyra sem engisprettumar hefðu einnig valið sér næturstað í háu grasi þar nærri. Mér varð litið til himins. Stjömumar virtust líka vera gengnar til náða. Mér kom í hug að alheimurinn væri eitt stórt kerfi merkja, samræður milli risavaxinna vera. Hreyfingar mínar, suð engisprettanna, blik stjömunnar, væru bara þagnir, atkvæði, dreifð brot setn- inga úr samtali. í hvaða orði ætli ég sé þá bókstafur. Hver er það sem mælir þetta orð og við hvem. Ég fleygði sígarettunni á gangstéttina. Hún dró glampandi boga í fallinu og neistamir skutust líkt og agn- arsmáar halastjömur. Ég gekk lengi í hægðum mínum. Mér fannst ég vera frjáls, ömggur í þeim munni sem var um það bil að bera mig fram í hamingjusamlegum flaumi. Nótt- ina skynjaði ég sem einn skrautgarð af augum. í sömu svifum og ég beygði yfir götuna heyrði ég einhvem ganga úr dyra- skoti að baki mér. Ég sneri mér við en gat ekkert greint. Ég herti gönguna. Nokkr- um andartökum síðar greindi ég dumba skelli ilskóa á heitum steinum. Ég ákvað að snúa mér ekki við þó að ég fyndi hvemig skugginn nálgaðist með hverju skrefi. Ég tók til fótanna en það var líkast því sem ég mjakaðist ekki úr spomm. Ég brá á það ráð að snarstoppa. Én áður en mér ynnist tóm til að snúast til vamar, fann ég fyrir hnífsoddi við bakið og heyrði sagt sætum rómi. „Kyrr, herra minn, eðaég rek hann inn.“ „Hvað viltu?“ Spurði ég án þess að gera tilraun til að líta um öxl. „Augun herra minn.“ Svaraði mjúk rödd- in og mátti næstum greina í henni sár- sauka. „Augun? Hvað ætlarðu að gera við aug- un? Ég á smá pening. Ekki mikið, en svolítið. Þú mátt fá allt sem ég á ef þú leyfir mér að sleppa. Bara ekki drepa mig.“ „Ekkert að óttast herra minn. Ég ætla ekki að drepa þig, einungis að hafa úr þér augun.“ „En til hvers viltu hafa úr mér augun?“ Spurði ég aftur. „Þetta em duttlungar úr kæmstunni minni. Hana langar svo í vönd af bláum augum. Og þau em fágæt hér um slóðir.“ „Það er ekkert gagn að mínum. Þau em brún en ekki blá. Ekki ræna meðbróður þinn augunum. Ég skal láta þig hafa eitthvað annað.“ „Reyndu ekki að leika einhvem dýrling við mig.“ Sagði hann hryssingslega. „Snúðu þér við.“ Ég sneri mér við. Hann var smávaxinn og brothættur að sjá. Barðastór hattur, hálft andlit. Hann hélt á verklegri sveðju eins og bændur nota og glampaði á beitt blað- ið í tunglskininu. „Leyfðu mér að sjá framan í þig.“ Ég kveikti á eldspýtu og brá henni upp að andlitinu. Ofbirtan neyddi mig til að píra augun. Hann glennti sundur hvarmana með ömggum tökum hins vana, greindi samt ekki nógu glöggt svo hann tyllti sér á tá og rýndi betur. Loginn sveið fingur- gómana og ég sleppti eldspýtunni. Eitt andartak leið í þögn. „Trúirðu núna að þau séu ekki blá.“ 26

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.