Teningur - 01.05.1987, Side 33
hátt alger nýjung fyrir evrópska menn-
ingu. Sú staðreynd að alþjóðleg sið-
menning hefur í langan tíma átt upptök
sín í Evrópu, hefur viðhaldið þeirri
blekkingu að evrópsk menning væri í
raun og sannleika heimsmenning. For-
skot hennar fram yfir aðrar menningar-
hefðir virtist staðfesta þessa skoðun. Enn
fremur var sjálf viðkynningin við aðrar
menningarhefðir ávöxtur þessa forskots
og í víðara skilningi ávöxtur vestrænna
vísinda. Var það ekki Evrópa sem fann
upp sagnfræðina, landafræðina, þjóð-
fræðina og félagsfræðina í sinni skýru
vísindalegu mynd ? En þessi viðkynning
við aðrar menningarhefðir hefur verið
menningu okkar alveg jafn mikil þol-
raun; og enn höfum við ekki gert okkur
grein fyrir öllum afleiðingum hennar.
Það er ekki auðvelt að halda áfram að
vera maður sjálfur og sýna öðrum menn-
ingarhefðum umburðarlyndi. Hversu
mjög svo sem við kunnum að hneigjast
að framandi menningu -hvort sem það er
með eins konar vísindalegu hlutleysi,
eða fyrir forvitni og áhuga á fjarlægri
menningu eða hvort það á rætur í heim-
fýsi til hinnar afmáðu fortíðar, eða jafn-
vel vegna draums um sakleysi og æsku -
þá er uppgötvun á því að menningarhefð-
irnar eru fleiri en ein aldrei meinlaus
reynsla. Opinskátt fráhvarf frá eigin for-
tíð eða jafnvel sjálfsgagnrýni, sem hvort
um sig getur alið á þessari áleitnu til-
hneigingu, leiða einkar vel í ljós eðli
þeirrar lúmsku hættu sem ógnar okkur.
Um leið og við uppgötvum að til eru fleiri
en aðeins ein menning og viðurkennum
jafnframt, af þeim sökum, endalok eins
konar ímyndaðrar eða raunverulegrar
menningareinokunar, þá er okkur ógnað
með eyðileggingu einmitt vegna þessarar
uppgötvunar. Allt í einu verður sá mögu-
leiki fyrir hendi að það eru einungis til
einhverjir aðrir, að við sjálf erum aðrir á
meðal annarra. Þegar öll merking og
markmið eru horfin, verður unnt að reika
um siðmenninguna líkt og um fomminjar
eða rústir. Gjörvallt mannkyn verður
eins konar ímyndað minjasafn: Hvert
skal halda um helgina - heimsækja Ang-
or-rústimar eða skella sér í Tívoli í Kaup-
mannahöfn? Mjög auðvelt er að ímynda
sér að í framtíðinni kunni sá tími að renna
upp, að hver sæmilega efnaður maður
geti yfirgefið land sitt ótímabundið til
þess að komast í snertingu við sinn eigin
þjóðardauða á endalausu ferðalagi án
fyrirheits. Á þessum ystu mörkum tákn-
aði sigur neyslumenningarinnar, sem
hvarvetna væri hin sama og gjörsamlega
nafnlaus, lægsta stig skapandi menning-
ar. Hún yrði efahyggja á heimsmæli-
kvarða, alger tómhyggja í sigri þægind-
anna. Við verðum að viðurkenna að þessi
hætta er að minnsta kosti jafn líkleg og ef
til vill meiri, en hættan á gjöreyðingu.
III
Þessar mótsagnakenndu vangaveltur
kveikja eftirtaldar spurningar:
1) Hvað er það sem myndar hinn skap-
andi kjarna siðmenningar?
2) Við hvaða skilyrði getur þessi sköpun
haldið áfram?
3) Hvemig er mót ólíkra menninga
mögulegt?
Fyrsta spumingin veitir mér tækifæri til
að skýra það sem ég nefndi siðferðileg-
an-goðsögulegan kjama menningar.
Ekki er auðvelt að átta sig á því hvað átt
er við með skilgreiningunni á menningu
sem safni gilda, eða ef menn kjósa
heldur, gildismats. Okkurhættirfullmik-
ið til þess að leita að inntaki menningar á
of röklegu eða úthugsuðu sviði, t.d. í
bókmenntum eða annarri hugsun, eða
eins og í hinni evrópsku hefð, í heim-
speki. Gildanna sem einkenna hverja
þjóð og gera hana að þjóð, verður að leita
á mun lægri stigum. Þegar heimspeking-
ur semur siðfræði þá vinnur hann að
verki sem krefst mikillar hugleiðingar. í
rauninni býr hann ekki til siðfræði, held-
ur endurspeglar hann þá siðfræði sem á
sér ósjálfráða tilveru í þjóðinni. Gildin,
sem hér er átt við, felast í raunverulegum
viðhorfum til lífsins, að því marki sem
þau mynda kerfi og eru ekki í neinum
meginatriðum dregin í efa af megandi og
ábyrgu fólki. Vðhorfin sem vekja helst
áhuga okkar hér eru þau sem snerta sjálfa
hefðina, breytingar, framkomu gagnvart
samborgurum og útlendingum og sér-
staklega notkun verkfæranna sem fyrir
hendi eru. Við sögðum að í rauninni væri
verkfærasafn heildarsumma allra leiða
og úrræða; en af því leiðir að við getum
nú þegar sett þau upp andspænis gildum,
að svo miklu leyti sem gildin fela í sér
heildarsummu allra markmiða. í reynd
eru það þessi gildismetandi viðhorf sem á
endanum ákvarða þýðingu verkfæranna
sjálfra. I bók sinni Tristes tropiques lýsir
Lévi-Strauss hegðan þjóðflokks sem
skyndilega kemst í tæri við verkfæri
siðmenningarinnar og er ófær um að
tileinka sér þau; ekki sakir skorts á hæfi-
leikum, í eiginlegri merkingu þess orðs,
heldur fremur vegna þess að undirstöðu-
hugmyndir ntannanna um tíma, rúm og
tengsl manna í millum, gera þeim ókleift
að meta til gildis arðsemi, þægindi eða
uppsöfnun verkfæranna. Þeir spyma af
öllum mætti gegn innleiðslu þessara
verkfæra í lífshætti sína. Maður gæti
ímyndað sér að ýmsar menningarheildir
hafi þannig gert tæknilegar uppfmningar
óvirkar vegna hugmyndar um algerlega
óbifandi tíma og sögu. Fyrir nokkru síð-
an benti Schuhl á það að tækni Grikkja
hefði staðnað vegna hugmyndar þeirra
um tímann og söguna, sem ekki fól í sér
jákvætt mat á framfömm. Ein og sér er
ofgnótt þræla ekki hrein tæknileg
skýring, því að staðreyndina að menn
ráði yfir þrælum verður auk þess að meta
til gildis á einn eða annan hátt. Fyrst þeir
höfðu ekki fyrir því að nota vélar í stað
mannafls, þá er það vegna þess þeir hafa
ekki talið það til gildis að draga úr erfiði
mannsins. Slíkt gildi tilheyrði ekki þeim
31