Teningur - 01.05.1987, Page 34

Teningur - 01.05.1987, Page 34
forgangsflokki sem hélt uppi grískri menningu. Ef verkfæri eru því aðeins tekin í notkun að gildismat eigi sér stað, þá vaknar spumingin um það hvar þessa innistæðu gildanna er að finna. Ég hygg að hennar verði að leita á mörgum mismunandi stigum. Þegar ég talaði um skapandi kjarna hér að framan, þá var það með til- vísun til þess fyrirbæris, með tilvísun til þessara fjölmörgu laga sem taka við hvert af öðm og komast verður í gegnum ef ná á til kjamans. Á yfirborðinu kemur gildismat þjóðar fram í umgengnisvenj- um og hversdagslegu siðferði. En þetta er ekki hið skapandi fyrirbæri; í siðum býr tregða á sama hátt og í fmmstæðum verkfæmm; þjóð viðheldur uppruna sín- um með hefðum sínum. Á dýpra stigi koma þessi verðmæti í ljós í hefðbundn- um stofnunum. En þessar stofnanir endurspegla einungis hugsun, vilja og tilfinningar hóps manna á ákveðnum tíma sögunnar. Þær em ætíð óhlutstæð tákn sem nauðsynlegt er að ráða í. Mér virðist, að ef sótst er eftir því að ná til menningarkjamans, þá verði að grafa sér leið til þeirra ímynda og tákna sem eru dýmst fjöregg þjóðar. Ég nota hér hug- tökin ímyndir og tákn eins og þau em notuð í sálgreiningunni; þannig koma þau ekki í ljós við beina lýsingu og í þessu tilliti mega samúðartilfinning og hjartaþel ekki villa mönnum sýn; það þarf að koma til eiginleg ráðning, kerfis- bundin túlkun. Þau fyrirbæri sem má nálgast beint og lýsa milliliðalaust, em eins og sjúkdómseinkenni eða draumur sem þarf að greina. Með sama hætti verð- um við að vera reiðubúin að fylgja rann- sókn okkar eftir til hinna stöðugu ímynda og varanlegu drauma, sem em menning- arinnstæða þjóðarinnar og næra ósjálf- ráða dóma hennar og einföldustu við- brögð gagnvart því sem að höndum ber. ímyndir og tákn em uppistaða þess sem kalla mætti vökudraum þjóðfélagshóps í sögunni. Og það er í þessa vem sem ég tala um siðferðilegan-goðsagnalegan kjama sem myndar menningarauð þjóð- arinnar. Einhverjum gæti því dottið í hug að ráðgátan um margbreytni mannanna sé fólgin í gerð þessarar undirvitundar eða ómeðvitundar. En það sem í rauninni er einkennilegt, er að menningarhefðirn- ar em margar, en ekki aðeins ein. Sú ein- falda staðreynd að til eru ólík tungumál setur strax stórt strik í reikninginn og virðist benda til að svo langt aftur sem sagan hermirmegi finna sögulegarheild- ir sem bæði em samkvæmar og afmark- aðar, skipulegar menningarheildir. Svo virðist að menn hafi ætíð verið innbyrðis ólíkir og er mismunur tungumálanna ljósasti vottur þessa frumstæða ósam- ræmis. Og þetta vekur furðu: Að mennimir eru ekki steyptir í eitt menn- ingarmót, heldur hafa þeir „storknað“ í samkvæmum, afmörkuðum, sögulegum heildum: menningarhefðunum. Aðstæð- ur manna eru með þeim hætti, að ólík menning er möguleg. Maðurinn býr við þau skilyrði að hann getur glatað uppruna sínum. En þetta lag ímynda og tákna er samt ekki frumlegasta sköpunarfyrirbærið; það er einungis ysta lag þess. Öfugt við verkfærasafnið sem hleðst upp, myndar setlag og varðveitist, þá heldur menningarhefð aðeins lífí ef hún endurskapar sig í sífeilu. Þetta er óræð- asta gátan, þar sem eingöngu er unnt að koma auga á tímaþáttinn sem er andstæð- ur uppsöfnun verkfæranna. Hér hefur mannkynið tvær leiðir til að fara í gegn- um tímann: Siðmenningin elur af sér ákveðinn skilning á tíma, þar sem söfnun og framfarir Iiggja til grundvallar, en menningarþroskun þjóðar hvílir aftur á móti á tryggð og sköpun; menning líður undir lok ef hún er ekki lengur endumýj- uð og endursköpuð. Nauðsynlegt er að fram komi rithöfundur, hugsuður, vitr- ingur eða trúarleiðtogi, til að hefja menn- ingu til vegs á ný og til að leggja í þá áhættu og tvísýnu að breyta henni. Sköp- un verður ekki skilgreind; hún lýtur ekki áætlun eða ákvörðun flokks eða ríkis. Ef við tökum listamanninn sem dæmi um menningarsköpun, þá nær hann að túlka þjóð sína einungis ef hann hefur ekki ákveðna áætlun um það og enginn skipar honum að gera það. Því að ef einhver gæti gefið honum forskriftina, myndi það merkja að það sem hann hygðist skapa, hefði þegar verið sagt á máli hversdagsins, stjómmálanna og tækn- innar: sköpun hans yrði fölsk. Við vitum það aðeins eftir á hvort listamaðurinn hefur í raun komist í snertingu við þá kviku grunnímynda sem skapað hafa þjóðmenningu hans; þegar ný sköpun hefur litið dagsins ljós þá vitum við jafn- framt í hvaða átt þjóðarmenning lista- mannsins stefndi. Og við getum þeim mun síður sagt fyrir um hana, með því að öll mikil listræn sköpun hefst með ein- hverju hneyksli; fyrst verður að uppræta hina fölsku ímynd sem þjóð eða stjóm- kerfi gera sér um sjálf sig. Hneykslisregl- an svarar lögmálinu um hina „fölsku meðvitund". Hneyksli ernauðsyn. Þjóð- ir hafa ætíð tilhneigingu til að skapa sér hliðholla ímynd eða ímynd sem fellur í kramið. í stað þess að falla slétt og fellt inn í samfélag sitt, þá samlagast lista- maðurinn því aðeins þjóð sinni þegar þessi sýndarmennska hefur verið upprætt; í einstæðingsskap sínum, þeirri andstöðu og skilningsleysi sem hann mætir, getur það gerst, að listamaðurinn komi fram með eitthvað sem hneykslar fólk í fyrstu og ruglar, en verður löngu síðar haldið á loft sem sannri tjáningu þjóðar hans. Þannig er hið raunalega lögmál menning- arsköpunar, lögmál sem er beinlínis andstætt einfaldri uppsöfnun verkfær- anna sem eru uppistaða siðmenningar. 1 Þá vaknar önnur spurning: Hver eru skil- yrði þess að menningarsköpun þjóðar fái viðgengist ? Þetta er mikilvæg spuming, sem vaknar vegna þróunar alþjóðlegrar siðmenningar í vísindum, tækni, lögum og hagfræði. Að vísu er rétt að allar 32

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.