Teningur - 01.05.1987, Page 59

Teningur - 01.05.1987, Page 59
Frá sýningu í Kunstmuseum, Luzern, 1975. Á myndinni má sjá (talið Jrá vinstri) Orsök og afleiðing, Yfirhljóðhraðateikningar og Kegistration Poem. 74 eða þar um bil. En þessar hraðateikn- ingar byrjuðu með því sem ég kallaði yfirhljóðhraðateikningar og voru gerðar hér með aðstoð vina minna uppí Leirdal sumarið 72. Þetta eru svona ca 30 senti- metra langar rákir eftir riffilkúlur sem var skotið og látnar sleikja pappírsarkir. Oft- ast splundraðist pappírinn gjörsamlega en það náðust tvær eða þrjár sæmilegar rákir út úr þessu, sem voru mestmegnis brennt byssupúður. Þessarrákir urðu til á ca 1/1500 úr sekúndu, sem mér fannst óumræðilega fallegur tími. Þarna fannst mér ég loksins hafa eitthvað virkilega fínt í höndunum til að hampa framan í eilífðina. Og ná þannig eins miklu ójafn- vægi og ég gat hugsað mér. En hver segirðu þá að hugmyndin sé með þessum jafntímalínum? Jafntímalínumar eru miklu rólegra fyrir- brigði, enda notaði ég þær mest til að teikna einhvers konar tímajöfnur. Þær eru teiknaðar með sjálfblekungi á hálf- gerðan þerripappír, annars er hægt að beita þeim á ýmsa vegu, það er t.d. hægt að teikna teningsmínútu á tvívíðan flöt með þessari tækni. Mér finnst alltaf eitthvað heillandi við það. Seinna fór ég svo meira út í tveggja hraða teikningar - vildi hafa þetta svolítið lausara og mýkra í sér. Það eina sem skeður þar er að hæg- ari línumar síga aðeins dýpra í flötinn og verða dekkri. Eftir það fór ég svo aftur að gera línur með föstum tíma og notaði þá einnar mínútu línur — stuttar og feitar. Með þeim teiknaði ég mest nokkurs kon- 57

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.