Teningur - 01.05.1987, Page 60

Teningur - 01.05.1987, Page 60
Verk á sýningunni Bein í köldum ofni, Sweaborg í Finnlandi 1986. Á veggnum má sjá verkið Lengsta nótt á íslandi (olía á léreft 1981), en á gólfinu eru Náttsteinn (granít 1986) og HægarlHraðar (grjótmöl 1984). ar landslagsmyndir eins og sólahringa, nætur og ýmiskonar þessháttar tímabil. Þessar línur eru í tíma, aðrar í rúmi. Nú virðist svona skýr hugsun um rúm og tíma einkenna flest þín verk. Hana er ekki að sjá víða í myndlist, a.m.k. ekki um þessar mundir? Það má vera að ég nálgist hlutina frá öðru homi og beiti annarri tækni en almennt gerist, en það eru flestir listamenn meira og minna að fást við rúm og tíma í ein- hverri mynd enda ekki til neitt utan þessa fyrirbrigðis í rauninni. Hvað er það sem liggur utan rúms og tíma, draumamir? Guð? Ég veit það ekki. En sjáðu til dæmis negatífur og pósitífur Magnúsar Pálssonar og tilfærslur hans á rými þar sem hann lætur gifsklumpa virka langar leiðir út frá sér á ýmsa vegu. Eða tímaskildi Jóhanns Eyfells svo ég taki tvö nærtæk dæmi. Núna í seinni tíð em ungir listamenn kannski ekki að vinna beint með þetta - en þetta kemur alltaf upp aftur og aftur í einhverri mynd. Varstu eitthvað í skúlptúr þegar þú bjóst í Amsterdam? Nei, ég hafði enga aðstöðu til þess og hugsaði eiginlega ekkert um skúlptúr. Samhliða þessum teikningum, sem við vorum að tala um áðan, gerði ég seríu af myndum sem ég kallaði Orsök og Afleið- ing. Það eru abstrakt verk sem komaekk- ert inná tíma - eru allt annars konar aðferðarstúdía. Eins fékkst ég soldið við að blása upp og sprengja bréfpoka á þess- um árum, klippti svo út rifurnar og þá fannst mér ég vera með hvellinn í hönd- unum. - Gerði nokkrar svona hvell-col- lage myndir. Svo málaði ég landslags- 58

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.