Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 8

Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 8
vísi. Hann sannfærir þig algjörlega um það. Beckett á sitt eigið mál. Því til grundvallar liggja sérstök málvísindi sem aftur hvíla á skotheldri heimspeki. Allt þetta kemur í Ijós í þrem fyrstu setningunum. Þetta eru töfrar hans. - Hvað viltu segja um áherslu síðari ára á sjálfa frásögnina? - Ég er hrifinn af því en samt mundi ég setja hana í annað sætið. Það er ekki bara sjálf sagan sem skiþtir máli heldur líka krafturinn sem liggur á bak við það að segja hana vel. Á þessu sviði gilda nokkrar gullnar reglur, sem meira að segja Aristoteles skildi. - En vanmeíurðu ekki sjálfan kjarna sögunnar? Jafnvel þó þú sért flinkur sögumaður - kunnir reglurnar ef svo má að orði komast - byggist jú allt á því að þú hafir rétta efniviðinn í hönd- unum? - Því get ég verið sammála. Þegar þú byrjar að skrifa eru það oft ótal hugtök eða sértækar hugmyndir sem þú ætlar að vinna út frá. Þessar hug- myndir eru oft að hluta til persónuleg- ar. Þess vegna leitarðu að sögu sem gefur þeim „dulrænt" gildi fyrir umhverfið og tímann. Hið sértæka verður að finna hlutstæðan efnivið. - Geturðu bent á skáldsögu sem inniheldur óvenju góða frásögn? - Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég dáist að bókinni Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie. Hann notfærir sér gamla hugmynd, nefnilega þá að hópur fólks sem fæðist á sama augna- blikinu hljóti að eiga eitthvað sameig- inlegt. í bókinni tengist þetta augna- blik tilurð Indlands. Á þann hátt opnar Rushdie leið að sögum fjölmargra einstaklinga sem eiga sér þann helgi- dóm sameiginlegan að vera fædd sama daginn og öll gædd yfirnáttúru- legum hæfileikum. Þessi börn eigaað skaþa nýtt land og nýjan draum, byggja nýjan veruleik, ef svo má segja. Það gerist firnamargt í þessari skáldsögu en þetta er hinn snilldarlegi grundvöllur Rushdies: hin magnaða saga sem leysir ímyndunaraflið úr læðingi, goðsögn sem hrindir ótal frásögnum af stað. Á þann hátt verður verkefnið sem hann setur sér - hvað varð um Indland? - enn skýrara. - Gerirðu einhverja sérstaka kröfu til mannlýsinga í skáldsögu? - Eitt af því sem modernisminn hefur kennt okkur er að huglægnin í skáld- skapnum þarf ekki endilega að búa í persónunum; hún getur einnig búið í sýn höfundarins sem þar með verður eins konar persóna. Einsog Marcel í Leit að glötuðum tíma. Innst inni er þetta saga um vitund einstaklings sem óhjákvæmilega er vitund höfundarins. Þetta moderníska ferli hefur breytt skynjun okkar á persónu- sköpun í skáldsögu. í dag er alveg eins hægt að tala um sálfræði rithátt- arins einsog sálfræði sögupersón- anna. - Hver er flóknasta og aðdáunar- verðasta persónan í tuttugustu aldar skáldsögunni? - Ég mundi segja Molly Bloom. Síð- asti kaflinn í Ulysses eftir James Joyce er stórkostlegasta lýsing sem til á huga einnar manneskju í fagur- bókmenntunum. En það sem kalla mætti „veikar persónur" er að mínu mati oft ekki síður minnisstæð persónusköpun, svona persónur sem eru næstum því ekki til staðar. - Einsog? - Einsog Jósep K. Á vissan hátt er honum aldrei lýst í Réttarhöldunum. Það sem á vegi hans verður er svo til- viljunarkennt að hann verður aldrei alveg til sem manneskja af holdi og blóði. Hann er bara bókstafur. En ein- mitt á þann hátt stendur hann sem fulltrúi mannlegra örlaga. Á þann hátt gerir Kafka hann að ógleymanlegri persónu. - Er sálræn persónusköpun á undanhaldi? - Ég held að það hafi orðið sterk til- hneiging í þá átt að horfa á söguper- sónur utan frá. Þar koma til áhrif frá kvikmyndum og sjónvarpi. í þeim miðlum er alltaf horft á fólk utan frá. Það er alltaf myndavél sem horfir á persónu. Það er erfitt að fá myndavél- ina inn fyrir augað. Mikið af nútíma- bókmenntum virðist, ef svo má segja, skráðar út frá stöðu myndavélarinnar. - Hvaða áhrif hefur sjónvarpið á rit- höfunda í dag? - Aðstæðurnar á Englandi eru svo- lítið sérstakar vegna þess að hér leggur sjónvarpið mikla áherslu á leik- verk í háum gæðaflokki. Þess vegna laðast margir rithöfundar að þessari grein, eða þeir skrifa einnig fyrir sjónvarp. í þessu ferli læra þeir margt sem kemur þeim á óvart. Margt af því sem hægt er að gera í skáldsögu er alls ekki hægt að gera í sjónvarpi. En það er líka ýmislegt sem hægt er að gera í sjónvarpi sem þú vissir ekki að hægt væri að gera í skáldsögu. - Geturðu lýst þessu nánar? - Þegar þú skrifar sjónvarpshandrit ertu í rauninni að gefa fyrirskipanir um hvernig ákveðinni fjárupphæð skuli varið. En í skáldsögunni ertu algjör- lega frjáls; aðeins þitt eigið höfuð setur þér takmörk: þú getur ferðast hvert sem er, haft jafn margar per- sónur og þú vilt, skaþað það sem þér sýnist: kínamúrinn, frönsku bylting- una. Ekkert vandamál, enginn kostn- aður. En því er þveröfugt farið með sjónvarpsmyndagerð. Hvað eftir annað þarftu að umturna og breyta handritinu. Þú Sþyrð þig hvers vegna þetta á að vera svona, Þú verður að geta réttlætt hvert smáatriði. Þetta gerirðu líka í skáldsögu en þar er engin fjárhagsrammi sem neyðir þig til að sþyrja: Er þessi persóna nauð- synleg? Annað er að sjónvarpið stjórnast af mjög „hraðvirkri mál- fræði“ og frásagnaraðferðin breytist frá ári til árs, þú verður að fylgjast með tækninni og geta breytt henni í stíl. En mestu máli skiptir að margt af þessu má laga að skáldsögunni. Sem skáld- sagnahöfundur getur það verið þér gríðarleg stoð að vinna við sjónvarp. Þú stendur frammi fyrir nýjum spurn- ingum, nýjum tæknilegum hugmynd- um. Oft þarftu að hraða atburðarrás frásagnarinnar. Það verður auðveld- ara fyrir þig að skipta á milli sviða. Þú kemst að því að fólk er klárara en þú heldur. Þú þarft ekki að útskýra allt. - Hvernig lítur þú á þróun gagnrýn- innar eftir stríð? - Þegar ég var við nám skipti raun- sæið miklu máli og hin siðrænu gildi í bókmenntunum, menn einsog F.R. Leavis í Englandi og Lionel Trilling í Bandaríkjunum. Þetta var einnig tími 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.