Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 59

Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 59
valdið neinu né gert neitt fyrir listina, þessar stofnanir eru þvert á móti afætur á listinni. Dæmi 9: „Aðaljárnbrautarstöðin, Dómkirkjan, Nýja Safnið, Hohenzoll- erbrúin, Rínarfljót og allir listakaup- stefnuskálarnir mynda saman ein- stæða röð byggingarlegra áherslu- punkta sem eru hver frá sinni öldinni. Og það er einmitt þessi samverkun ólíkra bygginga sem sýnir samverkun ýmissa og ólíkra hluta úr ólikum sam- hengjum og kemur svo vel fram í nýjustu verkum myndlistarmanna." Það er einmitt þetta sem ég hef notað sem besta dæmið um það hvernig ekki á að skipuleggja borgir °g byggja hús. Hinar nýju fram- kvæmdir eru móðgun við dómkirkj- una og þær ætti strax að brjóta niður. Svona lagað má alls ekki gerast. Þetta er alls ekki fagurt dæmi um fjölbreytni og bróðurlegt samlyndi heldur er hér á ferðinni hreinræktað hugsunarleysi. Tvær aðrar erkitýpur safnaskrímsla nútíma arkitektúrs eru Pompídúsafnið sem á sér afturenda þar sem Museum of Modern Art er í New York og hinsvegar nýja Þjóðargalleríið, (The National Gallery) í Washington sem er ekkert annað en eitt risastórt hótel-lobbý með öllum sínum fata- hengjum og afgreiðsluborðum, en um það hef ég áður skrifað. Þeir sem unna slíkum byggingarstíl þurfa litlar áhyggjur að hafa, því öll sú gagnrýni sem að honum er beint fær ekki stöðvað framkvæmdir undir merki hans. Dæmi 10: „Viðburðir eins og sýn- ingin „Jackson Pollock og hið nýja ameríska málverk (1958/59)“ sem sett var upp víða í Evrópu, merki um nýja fígúrasjón í sýningum eins og til dæmis „Nýju realistarnir" sem sett var saman af Sidney Janis í New York árið 1962, eða endurmat á verkum Matísses og Malevich, t.d., sem legið hafði í lág fram undir upphaf sjöunda áratugarins, allt þetta gaf til kynna ný skil og afneitanir sem voru í ósam- ræmi við hina hefðbundnu hugmynd um sögu nútímalistar.“ Þetta er einmitt það sem ekki verður gert. Þetta verður aðeins Georg Baselitz: Örn, 1982, olía á striga 250x200sm notað til að hossa mönnum, sumum niður, öðrum upp og hinum út í kuldann. Dæmi 11: „Strax á sjötta ára- tugnum var myndlistin farin að endur- spegla allar hræringar í þjóðfélaginu á jafn nákvæman hátt og jarðskjálfta- mælar og þetta gerðist enn frekar á sjöunda áratugnum." „Jarðskjálftamælar" eru hlægilegar ýkjur. Myndlistin mælir aldrei hreyf- ingu þjóðfélagsins, og meðal annars vegna þess að það er ekkert til að mæla í þjóðfélagi sem þróast svo hægt. En einnig vegna þess að það er ekki hlutverk listarinnar að „mæla“ pólitískar og efnahagslegar hræring- ar. Sú listasaga sem kemur út úr svona hugsun er annarleg sjálfsaf- greiðsla á gagnrýni skyndibita, sem er tvöföld í roðinu. Öll þessi umræða um Duchamp og Picabia, Corbusier og Taut og Háring, er aðeins listasaga á hækjum. Nútildags er algengt að heyra því fleygt að listamönnum sé frjálst að taka og stela frá grónum og gengnum listamönnum. En það er ekkert nýtt. Það hafa allir listanemar alltaf gert. Dæmi 12: „Þegar líða tók á níunda áratuginn tóku þessir tveir megin- þræðir myndlistarinnar að vefjast meira saman og það opnaði ungum lista- mönnum nýjar leiðir og lausnir sem gerði þeim kleift að fást við hingaðtil ónotuð skáldaleyfi úr síðverkum Munchs, de Chiricos og Schwitters o.fl. Sýningin endurspeglar þessa þrjá umræddu þætti þróunar sem hér um ræðir, þrjú tímabil listrænna við- bragða.“ Þetta er frelsishjal sem fengið er frá pólitíkusum, frelsið til að fá að vera ófrjáls. „Endurspeglar þessa þrjá þætti þróunar", þannig verður dýr- lingasafnið til, og listamenn teknir í guðatölu. Upp og í brott. í seinni hlutanum, „Hvers vegna Myndasenna?", eykst spennan til muna. Nú nálgumst við hólmgöngu þeirra Leós Castelli og Maríu Boone. Castelli var fyrstur manna til að heim- ilisvæða listina í New York. Dæmi 13: „Viðbrögð listmálara eins og Baselitzs eða Richters við hugmyndalistamönnum og abstrakt- mönnum eins og Judd eða Flavin, endurreisn ítalska aðventugarðsins (avant garde) með tilkomu fátæktar- listarinnar (arte povera) og önnur svipuð fyrirbæri sýna okkur að eftir hina sögulegu katasrófu stríðsins voru það einkum þýskir og ítalskir listamenn sem gátu komið Evrópu aftur á sporið og þar með spornað við framgangi og fagurfræðilegu stórveldi amerískrar listar í hinum vestræna heimi fram að byrjun sjöunda ára- tugarins." Allt er þetta kolrangt og enn er hér um orðagildru að ræða. Byggðastefna (the nationalisms) er hryllileg. Allir kan- arnir eru Ijótir og vondir. Og úr þessu má lesa að enginn frakki hafi getað neitt eftir stríð og er þó leitin að þýskum málara sem slagar uppí Ives Klein. Og því síður virðast bretar hafa haft nokkuð fram að færa og það jafn- vel þó að besti listamaður Evrópu sé Richard Long. Og varðandi þennan megin-lista-möttul þá er ítölum skellt með til að hafa einhverja til reiðar, til að sýningin virki alþjóðleg og fag- mannleg, Ítalía er Halli þess Ladda 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.