Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 4

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 4
reyndar sýnt athyglisverðan áhuga á að efla listir og menningarstarfsemi á ýmsum öðrum sviðum. Bæjarfélagið hefur látið lagfæra gam- alt bóndabýli og afhent leikflokknum sem æ£- ingar- og sýningarhúsnæði og veitir auk þess árlegan styrk til leikhúsrekstrarins. Að öðru leyti er Óðin-leikhúsið sjálfseignarstofnun. Það var að öllu vel íhuguðu, að leikflokkurinn ákvað að setjast að í litlum bæ: hér er unnt að einangra sig að því marki, sem eykur einbeit- ingu við vinnuna án þess að loka sig frá um- heiminum, og þar að auki er þessi litli bær einkar hagstæður sem miðstöð fyrir menning- arstarfsemi, sem miðuð er við öll Norðurlönd °g byggist á samskiptum við önnur Evrópu- lönd. Fullu nafni heitir Óðin-leikhúsið Nordisk Teaterlaboratorium for Skuespilkunst og þessi orð gefa allgreinilega til kynna starfs- svið og markmið leikhússins. Nordisk: Leikhúsið er stofnað og starfar með hag allra Norðurlanda í huga (Danmerk- ur, Finnlands, Færeyja, íslands, Noregs og Svíþjóðar). Leikararnir eru frá Norðurlönd- um, leikferðalög eru einkum farin innan Norðurlanda, og öll önnur störf, sem unnin eru á vegum leikhússins — og minnzt verður á síðar — miðast við leikhúsfólk í þessum löndum. Þetta er ekki jafnsjálfsagt og ókunn- ugum kann að virðast; þrátt fyrir náinn skyld- leika — ekki sízt tungumálanna — hafa tengsl- in milli Norðurlandanna á sviði menningar- lífs og lista verið sáralítil og eru raunar enn, og á það ekki hvað sízt við um leiklistina. Ástandið er að vísu mismunandi í löndunum, en sé Svíþjóð undanskilin hefur það til dæmis hvað snertir menntun leikara einkennzt a£ skipulagsleysi, skorti á nýjum hugmyndum og alvarlegu og listrænu starfsviðhorfi. Teaterlaboratorium: Með þessu orði er lögð áherzla á, að hér er um að ræða tilrauna- miðstöð fyrir leiklistina. Með öðrum orðum er þetta ekki leikhús, sem sýnir reglubundið og breytir oft um verkefni, heldur rannsókn- arstofnun innan leiklistarinnar, og það, sem liggur til grundvallar og réttlætir tilveru þessa leikhúss, er ekki árangur, sem eitt sinn náðist, vinsælar sýningar eða eitthvert ákveðið og endanlegt tjáningarform, heldur stöðug gagn- rýni og endurmat á fenginni reynslu og áfram- haldandi tilraunir með nýja möguleika, ekki vegna eirðarlausrar Jrarfar fyrir sífellda „end- urnýjun“ heldur af einlægri ósk og áhuga sprottnum úr starfi, um að brjóta til mergjar möguleika þessarar listgreinar. for Skuespilkunst: Kjarni þessara rann- sókna er leikarinn og list hans, og á grundvelli kenninga Grotowskis er hér um að ræða víkk- un eða öllu heldur gjörbreytingu á merkingu þeirri, sem venjulega er lögð í orðið leikari, 2 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.