Birtingur - 01.01.1968, Page 7

Birtingur - 01.01.1968, Page 7
sjálfum sér og draga fram í dagsljósið þá eigin- leika, manngerðir, öfl og örlagarás, sem leik- textinn fjallar um. Aðalefniviður leikarans í listsköpuninni er hans eigin líkami og sál, og sé lögð í þetta bókstafleg merking, þá öðlumst við nýjan skilning á möguleikum leikarans frábrugðinn þeim, sem almennt er ríkjandi í leiklist Vestur-Evróu. Eins og aðrir listamenn verður leikarinn að hafa vald á þeim efniviði sem hann vinnur úr. Hann verður að kanna alla möguleika, sem líkami hans hefur upp á að bjóða og ná sem beztu valdi á þeim, allt frá andardrætti og öllum vöðvahreyfingum til raddmyndunar, þar sem hann nýtir til fulls öll þau hljóð, sem mögulegt er að gefa frá sér. Við þetta notar hann atriði úr Yoga og æva- fornri leiklist Kínverja og Indverja. Enn frem- ur getur leikarinn sett á sig mismunandi „grímur“ einungis með því að nota andlits- vöðvana, og þjálfunin felst einnig í flóknum fimleikaæfingum. Þessi upptalning ætti að geta gefið nokkra hugmynd um eðli og yfir- grip þjálfunarinnar. Það sem mestu skiptir er þó að ekkert atriði líkamsþjálfunarinnar er numið án samsvarandi sálrænnar orsakar, þannig að könnunin á möguleikum líkam- ans, valdið yfir þeim og nýting þeirra eru lík- amleg merki um sálræn viðbrögð. Hér verður leikarinn að „helga líf sitt“ verkefni sínu lík- lega í enn ríkara mæli en venja er hjá öðrum birtingur 5

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.