Birtingur - 01.01.1968, Page 9

Birtingur - 01.01.1968, Page 9
nám frammi fyrir nærgöngulu og oft öfgafullu látbragði leikaranna, „skrumskældum" and- litunum, hálfnöktum líkömunum löðrandi í svita og hömlulausum hrópum og öskrum leikenda og fundizt þetta allt fáheyrð móðgun við almennt velsæmi. En úr þessu öllu, sem stuðlar að því að brjóta niður afstöðu þá og venjur, sem sérhver áhorfenda er fanginn í og ver sig með, vex einmitt nýr og hrífandi mannfræðisannleikur, sem jafnframt er leik- húslist. Þegar Óðin-leikflokkurinn fór með Ornito- filerene í leikför til Danmerkur haustið 1965, hófust sýningar úti á landi, og sá orðrómur barst skjótt á undan flokknum til Kaupmanna- hafnar, að hér væri á ferðinni óvenjuáhrifa- mikil og örvandi sýning. Og það reyndist rétt vera. Undirstaða sýningarinnar var leikrit eft- ir norska rithöfundinn Jens Björneboe, frjáls- lega meðhöndlað og aukið með ýmsum hug- myndum, sem skutu upp kollinum á æfingum. í verkinu er fjallað um sígild vandamál, sem nú eru mjög ofarlega á baugi, nefnilega vald samfélagsins yfir lífi og dauða, baráttuna milli uppbyggjandi og eyðileggjandi afla, um stöðu einstaklingsins, ábyrgð hans og örlög í þessari baráttu. Leikendur skiptu í sífellu um hlut- verk, eina stundina léku þeir ákveðna persónu og á næsta andartaki einhverja aðra (og ekki bara mannverur, tvær kvennanna breyttust birtingur 7

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.