Birtingur - 01.01.1968, Síða 14

Birtingur - 01.01.1968, Síða 14
J Ó N ÓSKAR: HVAÐ SÁSTU? What did you see, my bluecycd son? Bob Dylan Bláeygi sonur minn, hvað sástu? Ég sá auralausa þjóð rísa upp ég sá eldingavarann brotna ég sá milljónum króna varpað í morðvopn til hjálpar harðstjórum ég sá milljónum króna varpað í vélar til að útrýma þjóðum ég sá forsetann brosa í sjónvarpinu ég sá hermann lesa ljóð mín og biblíuna reiðubúinn að berjast gegn þjóð sem hann þekkti ekkert, bláeygur sonur. Hvað sástu, bláeygi sonur minn? Ég sá brynvarið hatur sem drekkti sjálfu sér ég sá óvarða blindingja leiða blindingja ég sá sakleysi beitt fyrir vagn grimmdarinnar ég sá auralausa jrjóð sem fórnaði sjálfri sér ég sá hetjur sem vissu ekki við hvað var barizt ég sá hatri sáð yfir akra og borgir ég sá forsetann brosa og ljóð mín hverfa ég sá auralausa þjóð kjósa frelsi eða dauða ég sá mynd ófagra fyrir setur sólar.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.