Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 15

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 15
THOR VILHJÁLMSSON: PETER WEISS OG MARAT/SADE Mesti leikhúsmaður Frakka Jean Vilar hefur skrifaði bókina De la tradition théatrale. Bókinni lýkur á kaflanum: List leikhússins, og sá kafli endar á hugleiðingu urn síðasta orðið þar sem hann tekur upp síðustu orðin í ýmsum leikritum og lætur þau varpa ljósi á anda leiksins. Það er síðasta orðið sem gildir, segir Vilar. Síðasta orðið í leikritinu Phédre eftir Racine er: hreinleiki. Síðasta orðið í Hamlet hinum málga er: þögn. í Macbeth: enough, eða nóg; síðustu orð Rómeó eru: thus with a kiss I die. Ég dey með koss á vör. Vilar nefnir fleira og segir loks: skáldið hefur síð- asta orðið. Þegar Shakespeare lýkur við síðasta leikrit sitt Ofviðrið segir hann: let your in- dulgence set me free, þetta þýðir Helgi Hálf- dánarson: og frelsið mig í lengd og bráð. Við getum notað þessa aðferð Vilars á leikritið eftir Peter Weiss: Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af leikflokki geðveikrahælis- ins Sharenton undir stjórn herra de Sade. í lokin hrópar múnkurinn Roux: Wann werdet Ihr sehen lernen Wann werdet Ihr endlich verstehen. Hvenær munið þið læra að sjá Hvenær munið þið loksins skilja. Til þess skrifar Peter Weiss sinn leik, ekki að- eins til að skemmta heldur til að hjálpa fólki að skilja. Leikritið um Marat er samið á árinu 1963 og endurskoðað árið eftir. Með þessu leikriti varð Peter Weiss heimsfrægur. Hann er þýzkur að uppruna, fæddur í Berlínarborg 1916 þegar heimsstyrjöldin fyrri var hálfnuð. Hann ólst að nokkru leyti upp erlendis svo sem í Tékkóslóvakíu og Sviss og yfirgaf Þýzka- land ásamt fjölskyldu sinni þegar andstyggð nazismans gleypti það. Hann segist eiga Kein Heimat: ekkert föðurland. Nú býr hann í Sví- þjóð, hefur gert svo í rúm tuttugu ár og á sænska konu sem er leiktjaldamálari Gunnilla Palmstierna Weiss. Hann skrifaði fyrst nokkr- ar skáldsögur sem vöktu athygli meðal þeirra sem fylgjast vel með bókmenntum: Flucht- punkt, Das Gesprách von der drei Gehenden, Die Schatten des Körpers des Kutschers, og Abschied von den Eltern, þar sem hann virð- ist standa næst anarkistum. Hann varð skyndi- lega víðfrægur af leikritinu Marat/Sade sem var fyrst flutt í Berlín undir stjórn Swinarski. Weiss gerði sjálfur leiktjöld en kona hans búninga og æfingarnar stóðu í þrjá mánuði, samvinna leikstjórans og höfundarins er sögð hafa verið ákaflega náin enda þótti sýningin einhver hin allra bezta sem sést hafði þar um slóðir. Enginn þýzkur leikritahöfundur hafði þá hlotið heimsathygli síðan Brecht dó, ég minni á að Diirrenmatt og Max Frisch cru svissneskir. Weiss er alþjóðlegur höfundur, uppeldi hans og menntun stuðla að því; einsog Brecht sem BIRTINGUR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.