Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 18

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 18
Ég sá í Varsjá í fyrrasumar hið nístandi leikrit hans Rannsóknina Die Ermittlung sem segir frá fangabúðunum í Auswitz, byggt á réttarhöldunum í Frankfurt 1963 til 65 og tekið upp úr málsskjölunum, kallað óratórí- um í ellefu söngvum. Þar er dreginn saman hinn ægilegi fróðleikur um fangabúðirnar sem gera öll lýsingarorð fáránleg: þarna koma bara fram staðreyndir. Það eru staðreyndir og aftur staðreyndir, ekkert er sagt í leikritinu sem ekki kom fram við réttarhöldin úr munni vitnanna fárra fórnardýra sem eftir lifðu, og hinna ákærðu sem vitanlega voru allir sak- lausir og voru bara að hlýða fyrirskipunum. Auswitz er ekki langt frá Varsjá, ég gekk þar langa ganga í múrsteinshúsum og á báðar hendur voru ljósmyndir sem nazistar höfðu tekið af fórnardýrum sínum með nafni skráðu fæðingardegi og dánardegi, og það var sagt hvenær þeir höfðu komið í fangabúðirnar. Fáir náðu að lifa heilt ár. Alls staðar var vís- indaleg nákvæmni og allt bókhaldið var í lagi, hár af fólkinu í einum bing, gleraugu í öðrum, barnaskór, enda starfaði fyrirtækið fyrir fremstu iðnaðarsamsteypur Þýzkalands, og þarna ríkti nýtnin og virðingin fyrir öllum verðmætum nema þeim einu sem skipta máli, þeim sem búa í manneskjunni. Það er erfið ganga á milli þessara andlita hinna myrtu sem horfa á einn ferðamann aleinan á löngum gangi. Peter Weiss segir í leikriti sínu frá lengd og breidd ofnanna, lýsir öllu nákvæm- lega, og einn þátturinn heitir söngurinn um Zyklon B þar sem er sagt nákvæmlega frá hvernig var drepið með þessu eitri sem var kallað því nafni, allt leikritið er sagt frá á lágt- stemmdan hlutlægan hátt sem orkar svo sterkt að margir geta alls ekki setið til loka í leik- húsinu og fjölmörgum fer líka þannig þegar þeir lesa leikritið að geta ekki lesið nema stuttan kafla í senn. Það má nærri geta hvort það veki ekki sérstök geðhrif að sjá þetta leikrit í Póllandi þar sem fólk þjáðist meira en flestir aðrir vegna nazistanna enda hef ég sjaldan orðið eins snortinn af leiksýningu þótt ég skilji ekki pólsku, ég hafði lesið það áður á þýzku. Þessari sýningu var stjórnað af Erwin Axer sem eitt sinn átti að koma hingað og stjórna Brecht í Þjóðleikhúsinu en gat því miður ekki komið. Ingmar Bergman hefur sett upp þetta leikrit í Stokkhólmi og hinn þekkti gagnrýnandi Bengt Jahnsson sagði um þá sýningu að hann hefði aldrei séð neitt í leikhúsi sem hefði komið nándar nærri eins miklu róti á tilfinningar sínar og þessi sýning. Fyrir nokkru var næstsíðasta leikrit Peter Weiss frumsýnt í Stokkhólmi: Söngurinn um lúsítönsku grýluna. Það fjallar um kúgun Portúgala í Angola, nýlendu þeirra í Afríku. Það er einskonar söngleikur, tónlistin er eftir 16 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.