Birtingur - 01.01.1968, Page 19

Birtingur - 01.01.1968, Page 19
Bengt Arne Wallen. Það á ekki skylt við hið innihaldslausa söngleikagaman (musicals) sem er til að svæfa hugsunina en er nú vonandi aft- ur horfið úr tízku. Gagnrýnandinn Göran O. Ericson segir að Weiss lýsi einræðisstjórn Portúgals á þann hátt að það minni á háð Picassó gegn Francó þar sem blandast ágengni og djúprættur viðbjóður. Fjörutíu gagnrýn- endur erlendir komu til Stokkhóhns til að sjá frumsýninguna enda segja Svíar að frumsýning á leikriti eftir Peter Weiss sé núna heimsvið- burður á borð við Nóbelsverðlaun eða prins- essubrúðkaup. Slík er nú orðin endurreisn leikhússins á okkar dögum. Það er ekki langt síðan talað var um leikhúsið sem deyjandi list- svið. En á fáum árum hafa leikhúsin fyllzt af nýju, einkum þegar að verki eru höfundar og aðrir Iistamenn leikhússins sem fjalla um eitt- hvað, urn heiminn og fólkið í heiminum og eru ekki bara að fremja leigumorð á tíma manna og sálinni. Ólíkir menn einsog Ionesco og Bec- kett og Adamov (sem í seinni tíð hefur snúizt að kenningum Brecht), Diirrenmatt og Frisch, þeir hafa sprengt fjórða vegginn sem gerði leiksviðið að smáborgaralegri skemmtistofu, og tengt það brýnustu örlagaspurningum mannanna. En það hefur sannarlega ekki gerzt baráttulaust að hrifsa leikhúsin úr höndum umboðsmanna tómleikans. Gagnrýnendur brugðust ýmislega við Jress- um leik eftir Weiss, sumir eru mjög hrifnir einsog doktor Luft frá stórblaðinu Die Welt sem segir að það sé sérgáfa Weiss sem njóti sín vel í Jressu leikriti að segja frá flóknum við- burðum og boðskap í einföldu næstum barna- legu formi. Þessi kunni leiklistargagnrýnandi segir að Marat/Sade sé það bezta sem fram hafi komið í Jrýzka leikhúsinu frá stríðslokum. Sömuleiðis er gagnrýnandi Times í Lundún- um mjög hrifinn og segist hafa dáðst ákaflega mikið að Peter Weiss síðan hann sá Marat/ Sade í Berlín, Thrilling heitir sá. Það virðast allir telja Marat/Sade einhvern merkasta viðburðinn á leiklistarsviðinu á seinni árum. Og ég hugsa að margir íslenzkir leikhúsgestir hafi komizt að sömu niðurstöðu, og eflaust var það mikið lán að hafa svo snjall- an mann einsog Kelvin Palmer við stýrið, en við þekktum hann þegar af sýningunni á Ó þetta er indælt stríð þar sem hann sýndi okkur ýmsar nýjar hliðar á íslenzkum leikurum. Peter Weiss segir í viðtali að hann hafi byrjað að semja leikritið eftir að sonur hans 14 ára hafði séð vonda kvikmynd franska um Marat. Þeir feðgar fóru þá að lesa bækur um Marat, og Marat varð Weiss svo hugstæður að hann losnaði ekki við hann. Weiss segist hafa fengið hugmyndina að leiknum þegar tilviljun opin- beraði honum þá staðreynd að markgreifinn frægi de Sade sem Frakkar kalla le divine birtingur 17

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.