Birtingur - 01.01.1968, Page 25

Birtingur - 01.01.1968, Page 25
til þess að koma til móts við ný gildi, ef þeir vilja halda vöku sinni. Þetta ber að skilja þegar litið er á list Þorvalds og samherja hans eldri og yngri og þær breytingar, sem hafa opnað leiðir til að fylgjast með þróuninni o gskilja ólík viðhorf. Við meigum ekki gleyma Þorvaldi sem teikn- ara, né öðrum nútímalistamönnum íslenzkum er við setjum upp yfirlitssýningar á verkum þeirra. Til þess er teikningin of mikilvægur þáttur í allri nútímamyndlist og það er raun- ar einmitt teikningin í mynd og málverki, sem leysti úr læðingi þau öfl er öllu umbreyttu og enn á síðustu árum er það einmitt teikn- ingin og breytt viðhorf til hennar sem skapar ný gildi. Segja má að mörg nútímamálverk séu nreir teikning en málverk. Jafnvel gamlar mó- delmyndir og skissur, gerðar við ýmis tækifæri, geta haft þýðingu í því efni að varpa Ijósi á þróun viðkomandi listamanns. Teikningin hefur hvarvetna verið endurreist hin síðari ár og nýtur vaxandi vinsælda og skilnings sam- tímis að menn láta sem hún sé ekki til hér á landi. Hér höfum við dregist illa aftur úr grannþjóðum okkar og ekki fylgt þróuninni. Yfirgripsmiklar sýningar nútímateikninga eru settar upp víða um heim — jafnvel og ekki sízt fyrir austan tjald, þar sem nútímateikn- ingin virðist mönnum aðgengilegri málverk- inu. I’orvaldur Skúlason: Tcikning við Grettissögu, 1916 BIRTINGUR 23

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.