Birtingur - 01.01.1968, Side 43

Birtingur - 01.01.1968, Side 43
Þrátt fyrir allt mætti leiðrétta þann misskiln- ing, sem stundum hefur orðið vart, að einhver .,atómstefna“ í ljóðlist hafi verið flutt til ís- lands „ready made“ frá útlöndum, eins og menn flytja inn tilbúin föt eða segulbands- tæki. Málið er ekki svo einfalt. Atómskáldin komust ekki út fyrir landsteinana á stríðsár- unum og gátu ekki sótt nýja stefnu til útlanda eins og Jónas og Bjarni, en þegar stríði lauk voru sumir þessara ljóðasmiða ekki fjáðari en svo eftir stríðsgróðann að þeir komust hvergi, og sumir hafa ekki enn þann dag í dag íarið út fyrir pollinn, það ég veit. Menn skulu líka athuga það, að hér hefur ekki orðið líkt því eins róttæk breyting í ljóðlistinni og sums- staðar í útlöndum (t. d. í París, þaðan sem sumir héldu að þetta væri nú allt komið bein- ustu leið eins og böggull í pósti, — þessvegna allt þetta fjas um tízkustefnu sbr. tízkuborg- m París). Frá París geta menn varla hugsað sér á íslandi að neitt komi annað en tízkufyrir- bæri. Þá fyndist mér mál til komið, úr því menn eru farnir að gefa nýja skáldskapnum gaum og vilja meta hann, að endurskoðuð væri sú kenn- ing, sem hingað til liefur verið á lofti haldið eins og óhagganlegum sannleik, að Steinn Steinarr hafi verið einhverskonar æðsti prest- Ur atómskáldanna. Þessi kenning hlýtur að vera búin til af einhverjum sem ekki þekkti atómskáldin, því ég trúi ekki að eitt einasta þeirra hefði getað fallizt á hana. Menn virðast líka sumir hverjir hafa gert sér ljóst, að ekki sé allt með felldu, þeir hafa rekið sig á það, þegar þeir fóru að athuga skáldskapinn, að áhrif frá Steini er þar hvergi að finna eða eru að minnsta kosti smáatriði, ef þau finnast. Það má ef til vill kenna atómskáldunum um, að þessari kenningu skuli enn vera haldið fram, þar sem þau hafa látið kyrrt liggja, en það er sannast mála, að þau hafa lítt blandað sér í þær umræður sem um íslenzka ljóðagerð hafa fram farið. Mér þykir hins vegar líklegt að hér hafi orðið misskilningur vegna þess, að Steinn varði atómskáldin á sínum tíma, þegar harkalega var á þau ráðizt, og tók þannig drengilega afstöðu með sér yngri mönnum, þótt honum væri bezt kunnugt um það sjálf- um, að hér var um aðdáendur hans að ræða en ekki lærisveina. Sú skemmtilega ræða, sem Steinn flutti þegar hann varði atómkveðskap- inn á umræðufundi í stóru samkomuhúsi hér í borginni og fyrir fullu húsi áheyrenda, mun því miður glötuð, — og væri nú betra að hafa hana en ekki. Tímarnir hafa breyzt. Nú, þegar ég les prófarkir að þessari grein, finnst mér til dæmis óhjákvæmliget að geta þeirra breyttu viðhorfa sem orðið hafa í há- skóla íslands, þar sem tekið er að sinna nú- tímabókmenntum. Nýlega flutti Steingrímur ®IRTINGUR 41

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.