Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 46

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 46
SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON: MICHELANGELO ANTONIONI Tvennt er það, sem gerir kvikmyndaverk Antonionis svo persónuleg og frábrugðin öðr- um kvikmyndum; annars vegar frábær skiln- ingur hans á manninum í dag, stöðu hans í þjóðfélaginu, sálarlífi hans og tilfinningum; hins vegar einstakur hæfileiki hans til að setja frásöguna í kvikmyndalegt form, tjá atburði á máli kvikmyndarinnar, þannig að frásagan verði óhugsandi sem skáldsaga eða leikrit. í kvikmyndum Antonionis kynnumst við nú- tímamanninum í sinni nöktustu mynd: ein- manaleika hans, tilfinningadauða og rótleysi; menn hafa ekki lengur getu til að lifa í gagn- kvæmu sambandi — ástin hefur glatað sinni upprunalegu merkingu. Sambúð karls og konu byggist því öllu fremur á gagnkvæmri meðaumkun, eða a.m.k. er það niðurstaðan í Ævintýrinu. Bölsýni, kunnið þið ef til vill að segja. En hver finnur ekki brot af sjálfum sér, brot af eigin sálarlífi, eigin tilfinningum, í kvikmyndum Antonionis. Að áliti Antonionis er maðurinn alltof fast- heldinn á rótgrónar og úreltar siðavenjur, sem hann hefur haldið við í aldaraðir. Er slíkt { hróplegu ósamræmí við örar framfarir á sviði vísinda og tækni; þar af leiðir, að mað- urinn stendur einmana og ráðþrota, hann er einsog örsmá, einskisverð vera í þessari fram- þróun, tæknin hefur svo að segja yfirbugað hann. En gefum Antonioni orðið: „í heiminum í dag ríkir óbrúanlegt djúp milli vísindanna annars vegar, sem stöðugt leita fram á við og eru ávallt reiðubúin að endurnýjast frá degi til dags, og hins vegar siðferðilegrar íhaldssemi og stöðnunar, sem er manninum einum að kenna. Frá þeirri stundu, er maðurinn fæðist, er hann haldinn þungum bagga tilfinninga. Ég segi ekki, að þessar tilfinningar séu gamaldags eða úr sér gengnar, en þær eru algjörlega ósamkvæmar þörfum hans; þær ákvarða af- stöðu hans án þess að hjálpa honum, eru í vegi hans án þess að gefa honum nokkra lausn. Og, að því er virðist, hefur manninum ekki enn tekizt að létta af sér byrðum þessarar arfleifðar. Hann vinnur sitt verk, hann hatar, hann þjáist, knúinn áfram af siðferðisöflum og goðsögnum, sem voru jafnvel gamaldags á tímum Hómers. Slíkt er fáránlegt á okkar dögum, þegar fyrsta geimferð mannsins til tunglsins stendur fyrir dyrum. En svona er það nú samt! Maðurinn er tilbúinn til að endurbæta til- raunir sínar á sviði tækni og vísinda, ef j:>ær fyrri reynast misheppnaðar. Aldrei fyrr hafa vísindin verið svo lítillát, né þróast svo ört. En í tilfinningunum ríkir alger stöðnun. Á allra síðustu árum höfum við rannsakað tilfinningarnar eins mikið og mögulegt var. Það er allt, sem við höfum verið fær um að 44 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.