Birtingur - 01.01.1968, Side 47

Birtingur - 01.01.1968, Side 47
gera. En við höfum ekki getað fundið ein- hverjar nýjar tilfinningar, né heldur eygt lausn á vandamálinu. Ég þykist ekki vera fær um, né heldur tel ég mér sé það mögulegt, að finna lausn. Ég er ekki móralisti.“ Þetta sagði Antonioni við frumsýningu á Ævintýrinu (L’Avventura) á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes 1960. Fram til þessa hafði Antonioni verið óþekktur utan þröngs hóps kvikmyndaáhugamanna. Þó hafði hann gert nokkrar merkilegar myndir. Ævintýrið varð svo til að lyfta nafni Antonionis hærra; menn sáu, að hér var kominn fram á sjónarsviðið nýr athyglisverður kvikmyndahöfundur, er fór eigin leiðir. Myndin einkenndist af hæg- um, innhverfum stíl, sem um leið var afar persónulegur og filmískur. Persónurnar í myndinni voru allar steyptar í eldföst lorm og umhverfið var ávallt í nánum tengslum við þær, nánast túlkaði þeirra innri mann. Tónlist var mjög í hóf stillt, heldur reynt að nota náttúruhljóð í staðinn. Sá stíll og hin nosturslega meðferð á því vanda- máli, sem Antonioni hefur sífellt glímt við, er Uær fullkomnun í Ævintýrinu, á sér lang- an aðdraganda. Þessa viðfangsefnis verður Vart þegar í fyrstu leikmynd hans, Ástarsögu (Cronaca di un Amore), gerð 1950, en áður hafði Antonioni stjórnað nokkrum heimild- Michelangclo Antonioni armyndum, m.a. Gente del Po um fátækt og þjáningar fólksins, er lifir meðfram Pó- fljótinu, og Nettezza Urbana um líf og starf götusópara í Róm. Gente del Po var raunar nýjung í gerð heimildarmynda og nokkurs konar forboði neorealismans. En gagnstætt neorealistunum einbeitti Antonioni sér að lífi og tilfinningum fína fólksins og notaði eingöngu atvinnuleikendur. í þeirri mynd, er nefnd var áðan, Ástarsögu, segir frá tengslum Guido og Paolu. Unnusti henn- ar hafði farizt í vofeiflegu slysi, svo að sam- birtingur 45

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.