Birtingur - 01.01.1968, Side 49

Birtingur - 01.01.1968, Side 49
stöðnun í tilfinningunum og þrotlausri leit að sannri ást og hreinleika. Þríleikurinn — Ævintýrið (1959), Nóttin (La Notte, 1960) og Sólmyrkvinn (L’Eclisse, 1962) — er svo stórkostlegur og margbrotinn, að telja verður kapítula út af fyrir sig í kvikmyndalistinni. En snúum okkur fyrst að Ævintýrinu. Sandro, Claudia og Anna mynda þríhyrning. Sandro og Anna eru trúlofuð, og þegar mynd- in hefst, halda þau öll í skemmtisiglingu til afskekktrar eyju í Miðjarðarhafi. Þegar til eyjunnar er komið, hverfur Anna skyndilega og er hafin víðtæk leit að henni. Sú leit ber engan árangur og við fáum aldrei að vita, hver örlög hennar hafa orðið. En Sandro, sem er arkitekt að atvinnu, og Claudia, vinkona Onnu, halda áfram leitinni. Sandro er ístöðu- laus, og í ástamálum ekur hann seglum eftir vindi. Hann er því fljótur að gleyma Önnu og áhyggjum sínum vegna hvarfs hennar, en leitar nú eftir ástum Claudiu. En Claudia, sem virðist dyggðin einber og staðfastari í ástamálum, er trúrri vinkonu sinni og vísar því allri áleitni hans á bug, a. m. k. f fyrstu. En eítir þvi sem þau kynnast betur, verður ástin yfirsterkari og þar kemur, að leitin verð- or eins konar átylla fyrir ástafundum þeirra. Og innst inni vonar Claudia, að vinkona sín oiuni aldrei finnast. En hafa Claudia og San- dro fundið hamingjuna? Hafa þau fundið ,Blow-Up". Thomas ljósmyndari og ein fyrirsæta hans. „Ævintýrið." Michelangclo Antonioni leiðbcinir frönskn leikkonunni, Jeannc Morcau. Richard Harris í „Rauðu cyðimörkinni, ®irtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.