Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 61

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 61
ATLI HEIMIR SVEINSSON: LISTAMANNALÍF II Þróun tónlistar í Evrópu seinustu aldirnar hefur leitt til þess, að í dag eru öll hljóð sem til eru, og eiga eftir að finnast, hugsanlegur efniviður í músík. Þessi staðreynd hlýtur að valda miklum breytingum á skilningi okkar á tónlist, stöðu hennar í þjóðfélaginu og aðferð- um okkar við samningu nýrrar tónlistar. Núna sjáum við í fyrsta skipti hilla undir músík, sem höfðar jafnt til allra jarðarbúa, hvort sem þeir eru fæddir í Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Súdan, Japan eða Kína. Verk John Cages, Stockhausens og annarra eru afsprengi hugmyndasamruna austurs og vesturs, nýrrar tækni og aldagamallar speki. Við stöndum andspænis fjölda nýrra vandamála, sem ein- hverjir munu koma til með að leysa. Ég sagði áðan: öll hljóð eru hugsanlegur efni- viður í músik. Leit að nýjum hljóðum, hljóð- könnun (líkt og landkönnun), er einn þáttur í starfi tónskáldsins. En aðeins einn, því hvert hljóð sem við uppgötvum verður að breyta skilningi okkar á músikkinni, hvert hljóð lýt- ur sínum lögmálum, og verður að meðhöndlast samkvæmt þeim. Og hér er það sem flestir okkar bregðast. Við erum alltaf að taka hljóð, klippa þau, mæla þau, meta þau, pússa þau svo þau passi inn í eitthvert mót, form, sem er vanalega draugur aftan úr grárri forneskju. Einhver vitur maður sagði að hlutverk lista- mannsins væri að koma skipulagi á kaosinn, og einhver ennþá vitrari maður sagði að lista- maðurinn ætti að gera skipulagninguna að kaos. Ég held að hvorki kaos né skipulagning skipti máli, ef við hættum að reyna að ráða yfir hljóðinu, en reynum þess í stað að finna hvernig það vill vera, hvar það vill vera, og hvert það vill fara. Víðasta skilgreining á mús- ik, sem ég get hugsað mér: tími, hljóð, þögn — ef hún er til. Hljóðið er ein af höfuðskepn- unum, og gæti það ekki verið hlutverk tón- skáldsins að sýna mönnunum höfuðskepnu þessa í allri sinni ógn, sætleik og dýrð, í tím- anum, þessari undarlegu hringekju lífsins og dauðans? Aðeins sýna hana, en ekki láta hana leika fyrir okkur tillærðar kúnstir eins og sæ- ljón í fjölleikahúsi. En hvað með fegurðina, kunna menn að spyrja? Fegurðin er aðeins einn af þáttum listarinnar, sem hún stundum grípur til en getur líka verið án. List á miklu meira skilt við líf en fegurð. Að mínum dómi er sú mikla tónlist sem ég þekki, ekki endilega tiltakanlega falleg, né fullkomin. Níunda sinfónían ber ekki af öðrum verkum vegna fegurðar sinnar eða fullkomnunar. Frá sjónarhóli fagurfræð- innar má eflaust margt að henni finna og frá sjónarhóli tónsmíðatækninnar líka, en hún er mannlegri með öllum sínum kostum og göll- um en flest önnur verk og meira í ætt við líf- ið. Beethoven, sú mikla manneskja og lista- BIRTINGUR 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.