Birtingur - 01.01.1968, Síða 62

Birtingur - 01.01.1968, Síða 62
maður, leyfði hljóðinu að ráða braut sinni, hann reyndi ekki að breyta hljóðinu og klessa því inn í form fagurfræði og tónsmíðatækni, hann ætlaði hljóðinu að breyta sjálfum sér og okkur. í hvert skipti sem ég hlusta á þá Ní- undu skil ég betur þau orð sem höfð eru eftir John Cage, að tónar séu tónar en ekki Beet- hoven. En því miður, ég þekki marga sem enga tóna heyra, engin hljóð heldur, bara Beethoven. Hin nýju hljóð, sem notuð eru og munu verða notuð, hljóta að valda gjörnýtingu á hljóðum- hverfinu, þ.e.a.s. eiginleikum hljóðsins, en þeir eru tími, styrkleiki, blær og hæð. Hljóð munu verða og eru, miklu lengri, mörgum sinnum sterkari, styttri, veikari, hærri og dýpri en áð- ur. Þau verða þéttari í tímanum eða gisnari og nýir litir hljóðsins munu verða uppgötvað- ir í það óendanlega. Ný hljóðfæri hafa komið til sögunnar og önnur óþekkt munu bætast í hópinn, og svo detta einhver úr leik — svona hefur það alltaf verið. Raftæknin hefur líka verið tekin í þjónustu tónlistarinnar. Elektr- ónísk tónlist er ung að árum og þarafleiðandi skammt á veg komin, en þar er gerð verksins fest inná tónband, einnig er hljóðum hljóð- færanna umbreytt með hljóðnemum og hátöl- urum á sviðinu fyrir framan áheyrendur. Við höfum möguleika, og þeir hafa verið notaðir, að láta hljóð koma úr öllum áttum til áheyr- enda. Svona má lengi telja upp allar þær nýjungar sem áunnizt hafa. Það er mikilvægt að við bregðumst rétt við þeim, horfumst í augu við þær og notum þær, en stingum ekki höfðinu í sandinn eins og strútar. Við verðum að nota alla möguleika og allar nýjungar — rétt. Eg á við að listin má aldrei verða sýning á nýjung- um eða möguleikum, alla nýja hluti verður að nota á nýjan hátt, því allir nýir hlutir hafa nýju hlutverki að gegna í heiminum, í stuttu máli sagt: við verðum að vera skapandi. Ef okkur tekst að vera mannlega skapandi þá get- ur hin nýja list tjáð meira og gegnt mikilvæg- ara hlutverki fyrir mannkynið en nokkru sinni áður, því tjáningarmeðul hennar og tækni er fullkomnari og margvíslegri en nokkru sinni fyrr. En hvernig getum við verið skapandi og vald- ið því hlutverki, sem okkur hefur verið lagt á herðar? Sköpunargáfa er meðfæddur hæfi- leiki, miklir listamenn hafa hann aðeins í rík- ara mæli en aðrir. Það er engin formúla til fyrir sköpun, og hver og einn verður að finna sína leið, einn og óstuddur og rækta þennan dýrmæta hæfileika. En ég veit það eitt að sköp- unargáfan nærist af áhrifum frá umhverfinu og er andstæða vanans. Ef við getum haldið gluggum skynjunarinnar hreinum, lítum ekki 60 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.