Birtingur - 01.01.1968, Síða 63

Birtingur - 01.01.1968, Síða 63
á lífið í gegnum annarra gler og látum ekki mosa vanans spíra í brjóstum okkar, þá gætum við kannski gert eitthvað sem máli skipti. En hvað með hefðina, hvernig varðveitum við samhengið? Við erum hefð, hvort sem við vilj- um eða ekki. Ég þekki engan skapandi tónlist- armann, sem ekki hefur mótazt af verkum eldri listamanna, og öll músik er að því leyti hefðbundin að hún er gerð fyrir gömul hljóð- færi og möguleika þeirra. Einnig eru tónlist- arform og vettvangur hennar hefðbundin, ennþá er músik gerð til að flytjast í konsertsal eins og fyrir hundrað árum. Hefðin er svo sterk að það er ákaflega erfitt að brjótast und- an henni, og raunar ekki mögulegt. En hlut- verk listamanns er ekki að fylgja skoðunum og aðferðum annarra, hversu góðir sem þeir svo annars eru, heldur skapa nýjar skoðanir og aðferðir. Og ef einhver „hefð“ þarf sér- stakrar varðveizlu við, þá sýnir það aðeins að hún er ekki nógu sterk og lifandi að standa undir sjálfri sér. Ýmsir rugla saman hefð og eftiröpun. Prókoffíeff samdi sínfóníu, sem hann nefndi „klassíska", en útkoman varð hvorki klassfsk né hefðbundin, aðeins gamal- dags. Það er tvennt ólíkt að stæla stíl eldri manna eða vinna í anda þeirra. Meðalskussi í tónlistarskóla getur samið í stíl Mozarts, en að- eins fáir geta unnið í anda hans, verið jafn snjallir að skilgreina aðstöðu sfna, kryfja for- tíð og nútíð til mergjar og tjá sig af slíku list- fengi sm þessi maður. Þessar hugleiðingar sækja á mig núna, því ég er að skrifa verk — stórt verk. Kannski tekst mér aldrei að ljúka við það. En þetta verk á ekki að verða venjulegt verk, ef mér tekst það sem ég ætla mér, verður það mjög óvanalegt. Ég veit raunar ekki hvernig það á að vera, oft veit maður það ekki fyrr en maður hefur lok- ið við verkið, og þá fyrst sér maður að flest var rangt gert, og lítið af því tókst sem maður ætlaði sér. Og eftir að rnaður var búinn að vera niðurbrotinn á sál og líkama í marga daga' jafnvel vikur, byrjaði nýtt verk að kvikna í hugskotinu sem átti að verða miklu betra en það seinasta. Sagan endurtók sig og endurtekur sig enn, en hver veit, kannski kemur sá dagur að....... For boys and girls er safn stuttra þátta sem ég gerði fyrir nokkra vini mín og kunningja. í fyrrasumar dvaldi ég einn í stóru húsi vestur í Flatey á Breiðafirði og sóttu þá að mér kát- legar hugsanir einkum á kvöldin, en þau eru mjög fögur þar vestra. Hvað mundi þessi eða hinn gera ef hann væri einn í herbergi ásamt flygli einum hluta? — þessi var kveikjan og svo urðu stykkin til. Ég hafði af þessu góða skemmtun, og ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að skemmta sér vel við þá vinnu sem maður innir af hendi. BIRTINGUR 61

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.