Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 7
liér er ekki tekið á móti gestum á sama
liátt. Það er bara sett upp stórt fyrirlestra-
tjald, fyrirlestrarnir auglýstir á ýmsan
luítt og svo verða menn að sjá nm sig
sjálfir að öllu leyti, eiginlega engin fyrir-
greiðsla veitt frá hálfu fundarboðenda.
Sviss er ferðamannaland. Þar er fullt af
smáþorpum, sem yfir sumarið taka á móti
fjölda gesta, og ef hótelin duga ekki til,
þá er gestunum komið fyrir á einkaheim-
ilum eða sveitabæjum, sem fullt er af
í nágrenninu, og liafa hótelin alla fyrir-
greiðslu og ekki annar vandi, en að snúa
sér til Jieirra.
Fyrirlestratjaldið mun liafa tekið eitt-
livað 1000 manns. Um helgar var Jiað alveg
fullt, en dálítið færra á virkum dögum.
Að miklu leyti var þarna alltaf sama fólk-
ið, en menn komu og fóru eins og þeim
sýndist. Hirðin, sem verið liafði um
Krishnamurti, var liorfin. Ég liitti þama
mjög fátt af J^ví fólki, sem áður var alltaf
í kringum hann, og liann virtist þekkja
alla jafnmikið eða lítið. Hann býr í liúsi
nokkuð hátt uppi í fjöllunum, hefur þar
alla þjónustu og dvelur þar meiri hluta
ársins. Á hverju ári fer hann þó til Ind-
lands og dvelur |>ar tveggja mánaða tíma
síðari hluta vetrar, við tvo unglingaskóla,
þar sem liann flytur erindi og svarar fyr-
irspurnum. Áheyrendur eru: skólanemend-
urnir og kennarar þeirra, foreldrar barn-
anna og forráðamenn skólanna. Síðan
kemur fyrirlestrahald í London með vor-
inu og svo er aftur lialdið til Sviss.
Og liver voru svo áhrifin frá Krislma-
murti í J)etta sinn? Að vissu leyti aldrei
sterkari, en Jió um leið svo ópersónuleg, að
þegar ég nú hugsa um hann, er það ekki
sem mann, sem ég hef notið kynningar við,
liehlur eins og kraftstoð, þar sem kraft-
inum er ekki beint að neinu sérstöku eins
og sólin, sem skín Jiar sem geislar hennar
ná til, eða blómið, sem gleður hvern og
einn, sem veitir J)ví athygli. Ég er ekki
í neinum vafa um J)að lengur, að hvað sem
Krishnamurti annars er, J)á á liann engan
sinn líka meðal manna, sem ég hef kynnst
eða heyrt getið um og að hann er að leysa
af hendi hlutverk, sem liann telur fram-
tíð mannkynsins komna undir að vel
takist.
En hver er J)á hoðskapur lians? Því ætla
ég ekki að reyna að svara. Því ætti hver
og einn að reyna að kynnast með því að
lesa bækur hans. Það vil ég þó henda á,
að hann telur uppeldismálin vera mesta
vandamál heimsins í dag og að gjöreyð-
ing bíði mnankynsins innan tíðar, ef ekki
takist að setja kærleikann, lífselskuna í
hásætið, sem allir lúta, en veginn þangað
finnur hver og einn í sjálfum sér, en ekki
með |)ví að fylgja öðrum. Þetta er J)að,
sem liinn ungi maður og unga kona eiga
að fá í veganesti frá sínu uppeldi.
Afialbjörg Sigur'liardóttir.
Húsfreyjan
ósk.ar ölli/m lesendnm sínum. gleðilegra
jóla og góðs komandi árs. Jafnframt þakk.ar
hún skilvísi og mikilsverða fyrirgreiðsln á
útlíðandi ári.
HÚSFREYJAN
5