Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 11
að bjóða fram gjöfina eða segja orðin, og þykjast ekki of góð til þess, þótt við þekkj- um gallana á þeim. Öryggisleysið er aftur andstæða sjálfs- traustsins, og knýr okkur til að berjast af fullkomnu lilífðarleysi og eigingirni, ef takast mætti að sanna lieiminum tilverurétt okkar, sem ekki fékkst viðurkenndur, þegar mest á reið, á bernskuskeiðinu. Sagt befir verið, að ást og umliyggja for- eldranna sé eins mikilvæg fyrir sálarþroska barna og vítamínin fyrir líkamsþroskann. Er þá að undra, þótt til séu margir, sein ævilangt verða að bera andleg börgulein- kenni? Okkur bættir til að gleyma því stundum, að þeir eiga ekki sjálfir sök á þessum lýtum, heldur binir, sem vanræktu uppeldi þeirra, annaðbvort út úr neyð eða af skeytingarleysi og vanþekkingu. Mér er minnisstætt fyrst þegar ég beyrði reiknað út, bvað það kostar foreldrana að ala upp barn. Til samanburðar var tek- inn kostnaður við að eiga bíl. Aldrei hefir mér orðið eins I jóst og þá, í livaða ógöngur það getur leitt að meta tíma til peninga eða virða mannlíf móti gildi dauðra bluta. Nú er eins og þessi þrælamarkaðssjón- armið skjóti víða upp kollinum; menn mega ekki sjá af nokkurri stund, líf þeirra er miskunnarlaust metið til peninga, og reiknað út, bvernig bægast sé að koma hæfileikunum í verð, eins og um væri að ræða vörubirgðir eða fasteignir. Frá því sjónarmiði er jólabald aðeins töf og tímaeyðsla, og megnið af jólaönnum liúsmæðranna arðlaust strit. Ég veit, að vinnutími margra búsmæðra er langur, og fríin engin bjá þeim, sem eru að ala upp og annast barnahópa. Þó lield ég þær standi nær því en flestir aðrir starfsflokkar að vera frjálsir menn, því að þær bafa efni á að miðla verðmætum, sem ekki verða metin til peninga, og aldrei verða fáanleg fyrir peninga. 1 snilldarlegri sögu eftir Gunnar Gunn- arsson lælur bann Sæmund fróða tala við dóttur sína unga: — Þegar jólin voru liðin lijá og árið á enda lét Sæmundur í Odda kalla dóttur sína til sín í herbergið og sagði við liana: — Þegar betur er liðið á kvöldið, er ár jietta á enda og annað að byrja, dóttir sæl. Hvernig stendur á því, að þii ert ekki í liátíðafötum? — Hér er ekkert um að vera og við erum ein lieima, faðir minn, anzaði unga stúlkan og skipti litum. — Er það sva lítils vert að vera einn með sínum nánustu? — Þú veizt vel við bvað ég á, faðir minn, sagði unga stúlkan sér til afsökunar. — Við eigum ekki von á gestum og ætl- um hvergi. Séra Sæmundur brosti: Er stundin óliá- tíðlegri af þeirri ástæðu? — Nei, nei. En bér eru ekki aðrir en þeir, sem við erum með daglega. Er það svo lítils virði? — Já; er það svo lítils virði, að eiga heimili, þar sem allt er þvegið og prýtt fyrir jólin, að fá nægtir af góðum mat, að sitja í vinahóp; þetta finnst okkur ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, og það er það, og vcrthir vonandi framvegis. Nú vil ég óska þess að allir þér, sem bafið staðið í jólaönnum megið njóta ávaxta af erfiðinu, að það hafi megnað að glæða ást og eindrægni, og lilýjan bug yðar sjálfra til þeirra, sem verkanna eiga að njóta. Vigdís Jónsdóttir. Útsölumenn og einstakir kaupendur „Húsfreyjunnar44 eru vinsamlega minntir á að greiða blaðið fyrir áramót. Velgengni blaðsins veltur á skilvísi kaupendanna. HÚSPBEYJAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.