Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 21
liuga gaumgæfilega hvort þar er ekki
brugSið fæti fyrir konur, sem vilja liefja
menntun sína eftir að' þær eru komnar af
æskuskeiði. Það er staðreynd, að starf
liverrar konu breytist þegar hún gengur í
hjónaband. Algengast mun vera, að það
sé hún, sem flytur úr sínu umhverfi með
eiginmanninum, gerist þess þörf og ef þau
skilja, þá er það á ný liennar starfssvið og
aðstaða, sem breytist, en hann heldur
áfram í sínu gamla starfi.
E. G. Ef vel ætti að vera, þyrftu fleslar
konur að mennta sig til húsmóðurstarfs og
einhvers annars starfs jafnhliða, sem þær
stunda a. m. k. um sinn. Karlmenn þurfa
ekki að bugsa um að mennta sig nema
ti! eins aðalstarfs um ævina og er það ekki
lítill munur. Væri ekki gott að breyta þessu
dálítið, svo að karlmennirnir lærðu líka
eitthvað lil lieimilisstarfa?
S. H. í Danmörku eiga lijón kost á að
fara saman á námskeið til þess að læra
meðferð ungbarna. Það finnst mér ágætt.
S. T. En hversvegna vilja svo giftar kon-
ur vinna eitthvað annað en heimilisstörf?
E. G. Margar og ólíkar ástæður munu
valda því og cru sennilega ákaflega ein-
staklingsbundnar. Víða kallar líka ]tjóð-
félagið bart eftir vinnuafli þeirra, svo
sem við framleiðslustörfin. Hvernig færi
fyrir fiskiðnaðinum, ef ekki nyti vinnuafls
búsmæðranna? Er ekki gerð hörð liríð að
giftum konum með hjúkrunar- eða kenn-
aramenntun að starfa utan heimilis? Og
loksins knýja fjárhagsástæður margar kon-
ur út á vinnumarkaðinn, jafnvel ])ótt þær
ga‘tu liaft fullt starf á heimilunum.
S. T. Eru húsmæður yfirleitt ánægðari, ef
þær vinna utan heimilis?
S. H. Einnig það er einstaklingsbundið.
Ef meta á gildi starfanna, þá er ekkert
starfið öðru veglegra, séu þau vel af liendi
leyst og þjóðfélaginu nauðsynleg. Kona,
sem annast vel fjölskyldu sína, sjúka og
heilbrigða, er sízt slakari þjóðfélagsþegn
en sú, sem teknr peningagreiðslu fvrir
starf utan heimilis. En beimilin eru orðin
fámenn og búsmæður geta orðið bætlulega
einmana, ekki sízt ef þær eru með smá-
börn og eiginmennirnir vinna eins mikið
og víða gerist bér. Við lieimilisstörfin bef-
ur liún enga örvandi samkeppni, en fær
jninni viðurkenningu yfirleitt, en veitt er
fyrir önnur störf.
E. G. Það á að kenna börnunum að taka
þátt í heimilisstörfunum. Þá læra þau
fremur að meta þau. Hið sama mætti
kannski segja um eiginmennina.
S. H. En hvernig gengur roskinni liús-
móður að fá atvinnu?
Eru atvinnuveitendur ginkeyptir fyrir
slíkum vinnukrafti? Er ekki oftast auglýst
eftir ungum stúlkum?_____
S. T. Ég veit þess dæmi, að vinnuveit-
endur telja rosknar konur bezta vinnu-
kraft, sem þeir fái. Þær eru þolinmóðar
og samvizkusamar og vanar að Ijúka sínu
verki, án þess að telja mínúturnar. En and-
mæli hafa heyrzt gegn því, að taka giftar
konur í vinnu vegna þess, að þær séu svo
oft fjarverandi af því, að börnin þeirra
séu veik. Eru ]>ær að vinna þjóðfélaginu
til óþurftar með því að annast veik börn?
Væri ekki nær að amast meira við fjarvist-
um, sem t. d. stafa af drykkjuskap?
E. G. Ég er sannfærð um, að mæður eru
ekki fremur fjarvistum en aðrir starfshóp-
ar, en það væri fróðlegt, ef fyrir lægju
rannsóknir á því.
S. H. Það er talið sjálfsagt, að ]iað sé
móðirin, sem er lieima hjá veiku barni, en
ekki faðirinn, svo að iill vinnuforföll vegna
veikinda barnsins koma á vinnutíma móð-
urinnar.
S. T. Flestir eru á því máli, að eðlilegast
og æskilegast sé, að ntóðirin sé lieima með-
an börnin eru ung og í okkar ]>jóðfélagi
verður það enn að teljast eðlilegt, að hús-
freyjan láti heimilið sitja í fyrirrúmi fyrir
öðru, en lieimilisfaðir láti atvinnu sína
ganga fyrir öllu öðru.
E. G. Ef kona getur fengið trausta lieim-
ilisaðstoð, sé ég ekki, að neitt sé á móti
]>ví, að’ bún vinni utan heimilis meðan
börnin eru ung, liafi bún sérstaka liæfi-
leika eða menntun til að bera. Algengt
mun vera, að konur vcrði sér úti um vinnu
utan beimilis þegar börn þeirra eru farin
19
HÚSPREYJAN