Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 22
atf stunda langskólanám og tekjur lieim- ilisföðurins nægja síður til að sjá fjölskyld- unni farboða. Margar þessar konur verða að taka að sér erfið störf og misjafnlega vel launuð, gólfþvotta, frammistöðustörf o fl., vegna þess, að þær liafa ekki menntun til annars. Ég álít, að margar konur yrðu ánægðastar, ef þær gætu fengið vinnu utan heimilis hálfan daginn, eftir að börnin eru uppkomin. Þá vofir ekki yfir þeim sá voði, að reyna að fylla daga sína með fánýtu dútli, í stað þess að gleðjast yfir því að vinna nauðsynjastörf. S. T. Við vitum, að verkefni búsmóður eru nijög breytileg eftir stærð fjölskyldna og aldurs barna. S. H. Samkvæmt rannsóknum í Syíþjóð er það fullkomið starf og vel það, að sjá um fjögurra manna lieimili, þar sem börn- in eru lítil. Það er talin fjögurra klukku- stunda vinna á sólarliring að annast hálfs árs gamalt barn, en ekki nema 1 klst. vinna að sjá um fimrn ára gamalt barn. Það væri kannski ekki úr vegi að skilgreina nánar í hverju vinna konunnar á heimilinu er fólgin. Henni má skipta í eftirfarandi flokka: 1) Matreiðslu, í því er innifalið að búa til matinn, framreiða hann, þvo upp eftir máltíðir og gera hreint eldhúsið. 2) Viðhald á fatnaði, og er þar átt við þvott, frágang á honum, saumaskap og viðgerðir á öllum fatnaði. 3) Ræstingu og viðhald á íbúðinni og munum beimilisins. 4) Inn- kaup. 5) Umönnun og pössun barna, gam- almenna og sjúklinga. Flestar konur nota um þriðjunginn af vinnutíma sínum á heimilinu til matreiðslu. Þar sem stálpuð börn eru, er það ýmist ræstingin eða við- hald á fatnaði, sem taka næstlengstan tíma. Innkaupin taka stytztan tíma. S. T. Vilja eiginmenn, að konurnar vinni úti? E. G. Því mun erfitt fyrir okkur að svara, sennilega er það mjög misjafnt. S. H. Það mun æði algengt liér, að eigin- menn vinni baki brotnu belga daga og virka og flest kvöhl og séu sárasjaldan heirna. Væri ekki betra, að konan létti af Jionum nokkru af fjáröfluninni með því að vinna úti hluta úr degi, ef þess er kostur? Yrði það ekki æskilegra heimilislíf? E. G. Ég er ekki í vafa um að það væri æskilegra undir slíkum kringumstæðum, að konan ynni úli hálfan daginn og mað- urinn væri meira lieima. Það er ekki gott, að börnin venjist á að líta á föður sinn sem peningaverksmiðju, sem ekki komi þeim verulega við að öðru leyti. S. H. Sumir tmglingar vinna fyrir háu kaupi á sumrin. Aldrei framar á ævi þeirra verður hlutfallið milli tekna og útgjahla í neinu samræmi við þetta tímabil. IJt- gjöldin munu margfaldast, en tekjurnar lítið liækka. Það er erfitt og Iiættulegt. — En svo að ég víki aftur að aðalefninu — eykur það ekki sjálfstraust sumra kvenna að stunda starf utan heimilis, svo að þær verði fjárhagslega óháðari? Og eykur það ekki sjálfstraust sumra eiginmanna, að kon- an sé alltaf lieima? E. G. Jú, áreiðanlega. En eitt kann ég aldrei við. Það er þegar konur telja þá peninga, sem þær vinna fyrir utan lieimilis sína séreign, en ætlast svo til, að tekjur eiginmannsins séu sameign þeirra beggja. S. H. Atvinnutek jur beggja hljóta, sam- kvæmt hjúskaparlögunum, að vera sam- eign beggja. Hjónin eiga að vinna í sam- einingu að framfærslu heimilisins. I lög- unum er ekkert tekið fram um verkaskipl- ingu milli þeirra, svo að í orðunum virðist liggja, að það sé eins eðlilegt, að konan afli heimilinu tekna með vinnu utan ])ess og maðurinn, og að eiginmaðurinn sinni heimilisstörfum ekki síður en konan, allt eftir því bvað hentar bverju einstöku heim- ili. S. T. Munduð þið kjósa, að karlmenn- irnir tækju almennt að sér lieimilisstörfin ? E. G. Nei, en samhjálp ætti að vera meiri og sjálfsagðari á heimilunum og feðurnir ættu að skipta sér meira af börnunum en nú gerist almennt. S. Th. : 20 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.