Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 12
Haf'narfjörður skömmu eftir síðustu
aldamót. Já, við skulum hverfa 50—60 ár
aftur í tímann! Það eru engar götur í bæn-
um aðrar en þær, sem fætur kynslóðanna
liafa troðið. Yið göngum malarkambinn
meðfram sjónum. Þarna eru nokkur hús
á strjálingi. Það eru kaupmannahúsin og
verzlanir. Hingað og þangað liggja götu-
slóðarnir um hraunið. Víða má sjá lág-
reista, en vinalega bæi. Það er blæjalogn
og reykinn leggur beint upp frá bæjun-
um. Fólk er á stjái og margir að sækja
vatn. Það er sótt í Lækinn. Hánn er í
lijarta þorpsins og rennur til sjávar í fjörð-
inn. Fólkið hefur stanzað til þess aðjspjalla
saman og segja fréttir. Það er sittlivað að
gerast. Það á að fara að leggja götu um
bæinn og byggja brú yfir Lækinn. Nýi
læknirinn vill leggja Lækinn niður sem
vatnsból og byggja vatnsveitu. Taugaveikin
er í algleymingi í Firðinum og margir hafa
fiorn í síðu lækjarins. Fólkið borfir van-
trúað á föturnar, en sér ekkert nema tár-
lireint vatnið. Nei, það gat ekki verið.
Og svo var það galdramaðurinn hann
Jóliannes Reykdal. Hann gat smíðað allt
mögulegt og svo gat bann tendrað Ijós af
lireint engu. Hann þurfti enga olíu og
10
Frá
liðnum
árum
lampaglösin voru bara kaldar kúlur! Þetta
kallar liann rafljós! Fólkið er steinhissa
á þessum ósköpum. Svo tekur hver sínar
fötur og röltir heim á leið. En Tóta gamla,
mesta fréttakonan í bænum, befur líka
tíðindi að segja. Já, Tóta bafði bara rétt
sem snöggvast litið inn í nýja húsið á Bala.
Þar var komið kokkbús, tvö verelsi og
spisekamelsi. Og sjálfur galdramðaurinn
var þarna staddur og var að leggja köldu
Ijósin inn í húsið. Og Tóta gamla hafði
ekki séð annað en eittlivert band liangandi
niður úr miðju loftinu inni! Og loftið
liafði verið málað hvítt og þiljurnar græn-
ar og meira að segja gólfið hafði verið mál-
að! Borðið var komið út á mitt gólf eins
og hjá kaupmannsfrúnni með rósadúki á.
Og þarna var kommóða með mörgum
myndum, kvöldmáltíðin og Jesúmyndi;r
upp um alla veggi.
En fleiri en Tótu gömlu fannst töluvert
til um nýja búsið á Bala. Við litlu systkin-
in, sem fluttum í þetta bús, vorum harla
glöð. Það var komði að jólum líka. Að vísu
vorum við ekki rnikið farin að bugsa um
þau, en ]>að gat ekki farið frarn lijá, að
pabbi og mamma voru að pukra með eitt-
bvað. Jú, það var ekki að sökum að spyrja.
HÚSFREYJAN