Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 10
urkenningar má ekki nota í tíma og ótíma, J)á rnissa þau allan kraft. Jafnvel })eir okk- ar á meðal, sem virðast eiga mikið af heil- brigðu sjálfstrausti, þurfa stundum á ])ví að halda, að eftir þeim sé tekið, og verk Jteirra lofuð að maklegleitum; á það ekki síður við um frægðarmenn og snillinga, en okkur hversdagsfólkið, að þeir eru liáð- ir dómum samtíðarmanna sinna. Hver hef- ir ekki reynt, livað það er að standa hræddur og hikandi, bera fram verk sitt, hjóða fram gjöf sína, eða segja orðin, og vita fyrirfram að ekkert af þessu var nógu gott, eða í líkingu við það, sem við ætl- uðumst til? Yerkið ófullkomið, gjöfin fá- nýt, og orðin — eiginlega er það allra verst með þau —• oft finnst okkur þau vera fallin svo gjörsamlega í verði að þau megi heita óbrúkleg. Sumum nægir sú huggun, að annara gjafir, orð og verk séu líka ófull- komin og engu betri en þeirra sjálfra, en sjaldgæft mun að sú huggun sé einhlít, því að flest eigum við annan og miklu strangari mælikvarða. Oft lieyrast vandlætingarfullar raddir fordæma óhóf og íburð í jólahaldi okkar, að hugur okkar sé of mjög bundinn við prjál og veraldarglys. Er þá jafnan vitnað til þess, live jólahald fyrr á tímum var ein- falt og innilegt. Ekki vil ég draga í efa, að svo hafi verið, enda var þá guðrækni og trúarsiðir iðkað á skipulagsbundinn hátt, með liúslestrum og kirkjugöngum; en hitt er jafn víst, að menn veittu sér þá, engu síður en nú, þann fögnuð í mat og drykk, sem efni framast leyfðu, og ekki held ég, að neinn væri bættari með ])ví, þótt menn liættu að gera sér dagamun á hátíðum. Það er kunn staðreynd að velmegun veitir mönnum ekki frelsi, bilið á milli hugmynda okkar um hæfilegan efnalegan íburð og getunnar til að veita okkur hann hefir jafnvel tilhneigingu til að breikka því meir, sem við spreytum okkur ákafar við að brúa það. Alll fullorðið fólk veit, að það verður aldrei brúað, en það erfiði og umsýsla, sem ménn hafa vegna jóla- undirbúnings, er ekki livað sízt af því sprottinn, að mælikvarðinn strangi, er þeir tóku í arf, býður þeim að leggja á sig erf- iði og taka á sig ábyrgð, livað sem öðru líður. Sagt er að margt sé á kreiki um jól og áramót, og ekki er að efa að margur óhreinn andinn kemur við sögu þá, eins og ævinlega. Öfund og græðgi, illgirni og sjálfselska, — rætur margra meina, lifa af jólahátíðina, því þær standa svo djúpt, en það lield ég, að gott jólaliald eigi þátl í að draga úr krafti þeirra. Jólaannirnar eru einn mikilvægasti þátt- urinn í góðu jólahaldi. Umliyggju fyrir annara hag er ekki hægt að vekja með for- tölum eða röksemdum. Börn eru ósnortin af sögum um svöng börn í Kína, þar verð- ur eitthvað nærtækara og áþreifanlegra að koma til. Börn taka í arf ótal siði, venjur og liugmyndir, sem þau síðan gera að mælikvarða á framferði sitt. Tilfinninga- lífið tekur ])roska, ef rækt er lögð við það. Grundvöllurinn að jákvæðu viðhorfi gagn- vart öðrum mönnum er lagður í samskipt- um barna og forehlra. Þakklætistilfinningu og samúð er ekki hægt að knýja fram með boðum og bönnum. Þær dyggðir glæðast einungis af umhyggju og ástúð. Og þá er það, að hagnýtissjónarmiðin verða að þoka. Jólaannirnar víkja þeim til hliðar. ICon- urnar keppast við að þvo og fægja, sauma og prjóna, baka og matreiða; búa jafnvel til laufabrauð og sælgæti, og spara livorki tíma né krafta til þess að gera jólin hátíð- leg. Ljósin skína og skrautið blikar, og enginn spyr, hvað borgi sig. „Til hvers er svo allt þetta umstang“, segja nöldursseggir, og láta sem þeir hafi aldrei verið börn, „er nokkurt gagn í |>essu“? Ekki annað en það að heilbrigt sjálfs- traust er alið og nært af þeirri skilyrðis- lausu umliyggju, sem við hlutum í bernsku, og aldrei var eins áþreifanleg og einmitt í jólaannríkinu, þegar börnin hlutu full- komna aðild að samfélagi heimilismanna, þrátt fyrir takmarkað framlag. Sjálfs- traustið, sem dafnaði við þessi skilyrði, get- ur eitt heimilað okkur að bera fram verkið, 8 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.