Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 25
Jólanótt. Það var skari yfir öllu, en undir var snjórinn svo þurr, að það marraði og söng í honum undan þungum stígvélum kirkjugestanna. Skipzl var á glaðlegum kveðjum í liljóðri nóttinni. Loftið var tærl og þurrt og það stakk í nasirnar, þegar menn önduðu að sér. Stjörnurnar sýndust lianga langt niður úr himninum, eins og jólatrésskraut. Ur livítkölkuðum turni St. Nikulásar- kirkjunnar liljómuðu klukkurnar. Inni í kirkjunni spegluðust mörg hundruð kerta- Ijós í gljáfægðum patínum og kaleikum. Kertaljósið mildaði andlitsdrætti Maríu- líkneskjanna og gaf þeim mjúklátan yndis- þokka. Kirkjan var skreytt með furu og greni- greinum og Kristþorni. Söfnuðurinn þjappaði sér saman á bekkjunum, karl- mennirnir í snjáðum vaðmálsfötum, kon- urnar með ljósar svuntur og rósótta skýhi- klúta. Undrunarkliður fór um kirkjuna jiegar börnin tólf með séra Mohr og Gruher í broddi fylkingar, gengu fram fyrir altarið. Þeir guðliræddu settu strax upp vandlæt- ingarsvip yfir hýrlegu, rauðu og grænu silkiböndunum, sem blöktu á gíturunum, í fléttunum á telpunum og sokkahöndun- tim drengjanna. Gruber kinkaði kolli. Þeir slógu streng- ina og tenórrödd séra Mohr og bassi Grubers hljómuðu undir kirkjuhvelfing- unni í tvírödduðum samhljómi. Þannig hljómaði í fyrsta sinn jólasálm- urinn „Hljóða nótt, heilaga nótt“, eða eins og við syngjum liann: „Heims um ból, lielg eru jól“. Næsta dag var hann gleymdur. Engin sála í öllum söfnuðinum, sízt hið ójiekkta skáld og tónskáld, sáu fyrir, að |)essi orð og tónlist myndi heyrast um heim allan. Engan dreymdi um, að neisli snilld- arinnar hefði um stund kviknað í sálum þessara hlédrægu manna. Ekkert heyrðist frá J)eim framar, en saman gáfu þeir lieim- inum ódauðlega gjöf á jólakvöldi í litlu, austurrísku sveitaþorpi, gjöf, sem skapað- ist af augnahliks áhrifum. Þetta snilldarverk lifði af tilviljun einni saman. Karl Mauracher, kunnasti orgel- smiður Austurríkis á J)eim tíma, kom árið eftir til Obcrndorf til að gera við orgel- belginn. Hann spurði af tilviljun, hvernig jólaguðsj)jónustan hefði verið flutt án orgels. Gruber sagði honum söguna. „Þetta var hara smáræði — ég veit ekki einu sinni hvar nóturnar eru. Og séra Molir er því miður farinn héðan. En híðum við — séu J)ær enn til, })á hljóta J)ær að vera . Aflast í kirkjunni stóð gamall, lítill skáp- ur. Þar lá nótnablaðið, óhreint og kuðlað undir öðrum nótum og kirkjubókum. Orgelsmiðurinn leit á blaðið og söng lag- ið. „Þetta lag býr yfir einhverju fágætu,“ sagði liann blíðlega. „Má ég fara með það?“ Gruber hló af fögnuði yfir, að þetta litla verk þeirra skyldi fá þessa viðurkenningu, J)ó seint væri. „Takið ])að hara, liér mun enginn spyrja um það.“ Mauraclier axlaði verkfæratösku sína og leðurbætur og hélt á hrott frá Oherndorf. Franz Gruher gleymdi J)essum atburði. Ljóðið og lagið fór með orgelsiniðnum til Zillerthal, þar sem liann átti heima og þannig hófst ferð þess um heiminn. Frá Austurríki barst sálmurinn til Þýzkalands sem þjóðlag. Mörg ár liðu þangað til kunnugt varð, að séra Mohr og Gruber voru höfundarnir, en aldrei fengu þeir eyri í laun fyrir verk sitt. Þýzkir út- flytjendur fluttu sálminn með sér til fram- andi landa. Séra Molir og Gruber dóu jafn fátækir og j)eir fæddust. En gamli gítarinn hans Grubers kveður honum enn lof, J)ví fjöl- skylda lians varðveitir liann og hann geng- ur frá einum ættlið til annars. Á liverri jólanótt er farið með liann til Oberndorf og barnakór liópast saman í snjónum ut- an við kapelluna, sem reist liefur verið til minningar um skáldið og tónsmiðinn, J>ar sem Nikulásarkirkjan stóð. Ár eftir ár óm- ar frá gítarnum hans Grubers lagið, sem er meðal ástsælustu og ])ekktustu tónsmíða heimsins. S. Th. }>ýddi. HÚ3PREYJAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.