Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 14
sagSi að væri nákvæmlega eins og hún og
sæist oft á gangi hjá Bala. Þessu trúði ég
og til þess að vera nú alveg viss, þurfti
ég oft að liorfa á mömmu og ganga úr
skugga um, að þetta væri nú liún.
Einu sinni mætti ég konu, sem ég hafði
aldrei séð. Hún var fullorðin, töluvert ein-
kennileg, með bungu, en ekki laut fyrir
neðan nefið. Þetta hlaut að vera liuldu-
kona. Hún bar þungan böggul. Með hálf-
um Jmga gekk ég til liennar og bauðst til
þess að bera böggulinn. Ég ætlaði að vita,
bvar hún ætti heima. En þegar liún
skömmu síðar beygði af veginum og fór
í hús og reyndist vera kona austan úr sveit,
komin í bæinn til þess að heimsækja syst-
ur sína, varð ég fyrir afar miklum von-
brigðum. Og ekki fór betur fyrir okkur
Palla!
Palli var nábúi minn, ári ehlri. Við vor
um mjög samrýmd. Hann var skemmtileg
ur félagi, fann upp á ýmsu, söngvinn og
músíkalskur, enda frændi og nafni Páls
Isólfssonar. Við Palli lögð um undir okkur
hænsnakofann lieima. Þar æfðuin við söng.
Eitt sinn var Palli að semja fallegt lag við
„Gamla Nóa“, þegar hanaskömmin, svarti
Donald, stökk upp á prik og galaði beint
framan í Palla. Þá reiddist Palli, þreif í
dónann og fleygði honum út. En mamma
komst að þessu og eftir það bannaði hún
okkur að æfa söng í liænsnakofanum. Þetta
var nú titúrdúr. En við Palli vorum stað-
ráðin í því að sjá, þegar huldufólkið flytti
sig á gamlárskvöld. Við áttum erindi við
það. Palla bráðvantaði tvíblaða vasaliníf
og mig langaði svo lifandi skelfing í
blúndubuxur. Magga systir Iiafði fengið
blúndubuxur í jólagjöf. Og buldufólkið
hafði reynzt mér svo vel, að það hlaut að
hjálpa inér um þetta lítilræði.
Við Palli læddumst út á gamlárskvöld
og settumst við sprunguna á Stórakletti
(hjá húsinu Austurgata 57). Hér ldutu
höfðingjarnir að búa. Þetta var svo stór og
fallegur kleltur. Við héldumst í hendur,
vorum víst liálfsmeyk.
„Ég tala fyrst. Ég er karlmaðunr,“ sagði
Palli án þess að titra nokkuð.
„Auðvitað,“ sagði ég og dáðist að karl-
mennskuiini í Palla. En í þessu kom pabbi
Palla og var heldur þungur á brúnina.
Fólk var farið að leila að okkur. Það kall-
aði okkur flón!
En daginn eftir fann nábúi okkar tví-
blaða vasahníf, einmitt þar, sem við Palli
böfðum setið kvöldið áður. Palli fullyrti,
að bann og enginn annar ætti hnífinn,
liuldufólkið liefði gefið sér hann, og liann
fékk hnífinn. En ég fékk aldrei neinar
blúndubuxur. O, jæja! Ég varð víst að
hugga mig við það, að liuldufólkið liafði
einu sinni gefið mér skyrtu. Var liægt að
heimta meira?
Þegar foreldrar Palla fluttu burt, sakn-
aði ég lians mikið. Enginn var eins upp-
finningasamur og skemmtilegur og Palli.
Hins vegar liafði fólk orð á því að ég
væri miklu þekkari síðan Palli flutti.
En hvað er að niarka fullorðna fólkið? Það
skildi ekki æskuna þá frekar en það gerir
enn í dag. GuMaug Narfadóttir.
Leitað að orði
Ég leitaði að orði
og óskasteinum.
Litfögrum blómum,
laufguðum greinum.
Ég fann sjaldnast orð
í fögru máli.
Og óskasteinarnir
urðu að táli.
Tungan á lofgjörð,
er lýst getur þjóð.
Oskin er viti
á vonanna slóð.
Laufey Sigurðardóttir
frá Torfufelli.
12
HÚSFREYJAN