Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 8
Jólaannir
Útvarpserindi 24/12 ’63.
Á leiðinni frá vinnustað nu'num síðdegis,
geng ég fram hjá mörgum uppljómuðum
gluggum. Óteljandi litskær ljós blika á
svalabríkum og vefja liæðirnar töfraljóma.
Stundum þegar veðrið er gott geng ég alla
leið ofan úr Háuhlíð og vestur að sjó, til
að vita hvernig gengur að lilaða bálköst-
inn við Ægissíðuna; er þó ekki alveg laus
við samvizkubit, þegar ég liugsa um iðju-
semi yðar sem Iieima sitjið, — allar jóla-
annirnar. Nú er ekki rétti tíminn til að sóa
deginum í tilgangslaust rölt, nú ætti liver
sómakær maður að láta liendur standa
fram úr ermum, nú dugar ekki að láta
sér detta í hug að leggjast í dvala, þótt
nóttin sé löng. En ég er svo þakklát fyrir
öll þessi ljós, sem fólkið lætur loga, vegfar-
endum til ánægju, að ég verð að gefa
mér tíma til að horfa á þau; og svo börn-
in, sem ldakka svo mikið til að fá fríið,
og mega nú enn taka þátt í öllum þeim
ævintýrum, sem jólahaldið býður upp á,
rifja upp leikina, syngja jólasálmana og
eiga fullorðna fólkið að frá morgni til
kvölds.
Á þessum skemmtilegu göngum fæ ég að
vita svo margt um fólkið, ýmislegt sem ekki
er hægt að komast að með öðru móti. Nú
vara ég yðii(r strax við að álíta, að ég sé að
leika leynilögreglu eða viða að mér efni
í skáldsögu. Þeir hlutir eru margir, sem
Iivorki eru sögulegir eða þess eðlis að
skýrslur nái yfir þá. Tökum til dæmis alla
þessa björtu glugga, livað er verið að gera
inni í stofunni og í eldhúsinu, livað liugsa
konurnar, sem þar eru önnum kafnar við
jólaundirbúning? Eru þær að hugsa um
allt, sem þær hafa eða eru þær að hugsa
6
HÚSFREYJAN