Húsfreyjan - 01.10.1964, Blaðsíða 17
dansar fyrir hringnum, sem myndast á
barrstráðu hallargólfinu og menn syngja
þjóðvísur undir. Héir liittast þau, sem ást-
fangin eru. Eitt handtak tjáir allt, sem
segja má um ást. Helianor, hin unga lá-
varðsdóttir, stígur dansinn við hönd Jians,
sem lék jólakónginn. Hún brosir þessu
litla brosi, sem vakir eins og martröð í
huga hans liverja nótt og bendir honum
á klausturvist, því annað getur hann ekki
hugsað sér, fái hann ekki að njóta liennar.
Og það fær hann ekki. Það mætti eins vel
hugsa sér að erkiengill kvæntist villisvíni.
Slíkur er þeirra mannamunur. Samt brynj-
ar það ekki hjörtun að vera aðalborin,
þau lirærast oft af þeim, sem ósamboðinn
er. Lávarðsdóttirin á að giftast gamla
Oakham lávarði, sem setur í hásætinu. Lík
börn leika bezt . . . jafnvel þótt þeim sé
það nauðugt.
Oakliam lávarði, sem situr í hásætinu. Lík
sína og jólakónginn. Þau slíta handtakinu
og Piers flýtir sér að hverfa á hrott í úti-
hús. Megi Guð gefa það, að lávarðurinn
sé svo drukkinn, að hann muni ekkert á
morgun.
Dansinum er lokið. Konurnar draga sig
í hlé í sameiginlegan svefnsal sinn. Karl-
mennirnir eru kyrrir í háloftssalnum, því
nú liefst drykkjuveizlan, sem ekki lýkur
fyrr en skósveinarnir draga liúsbændur
sína sofandi undan borðunum. Þeir eiga
líka að gista hinn sameiginlega svefnsal,
en um það vita þeir ekkert sjálfir.
Á öllum bekkjunum í háloftssalnum
sefur þjónustufólkið. Slökkt er á ósandi
kveikjum í lýsislömpunum, hundarnir
ýlfra í svefni, nunnurnar sofa í svefnskála
sínum, hver með sitt dekurdýr. Sumar
reyna að leggja þau á brjóst. Það er þó
lítil fróun.
Fyrsti dagur jóla er liðinn, eins verða
þeir næstu, langt fram yfir nýár. Það kem-
ur sér, að vötnin eru fiskirík og í skóg-
unum reika alls konar veiðidýr, því það
er undravert hvað mannfólk þessarar ald-
ar getur borðað, án þess að deyja af ofáti.
Dagurinn ldær og nóttin geymir frið,
því heimurinn er frelsaður. S. Th. þýddi.
/
/
Utþrd
Með augu snör
og œsktisvipinn
hann eirSi ei heima,
var útþrá gripinn.
I ágúst kvaddi hann
cettjörðina.
Hann vildi kanna
veröldina.
Skipið vaggaði
vafið öldum.
Sigldi í burtu
frá sænum k.öldum,
er átti heima
við Islands strendur.
Það seiddti í fjarska
sólgylltar lendur.
í framandi löndum
fjarri hann dvelur
en unir hvergi,
því útþráin kvelur.
Hann flakkaði víða
en fann hvergi hæli.
Það vill svo oft vera
að víðfeðmið tæli.
Og nú er hann kominn
til kuldans hér nyrðra.
Hann átti ei heima
með útlögum syðra.
Hér fann hann loks friðinn
í faðmi þér, móðir,
því allt af seiddu hann
ættarslóðir.
Anna Ii. Stefónscióttir,
Hafranesi.
HÚ8FREYJAN
15