Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 4

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 4
í\ íunnufcrdir VINSÆLAR UTANLANDSFERÐIR MEÐ ÍSLENZKUM FARARSTJÓRUM í mörg ár hefir Ferðaskrifstofan SUNNA gegnist fyrir utanlandsferðum með íslenzkum fararstjórum. Hafa ferðir þessar orðið vinsœlli með hverju ári, enda vel til þeirra vandað. Á síðasta ári var svo komið, að um 800 manns tóku þátt í skipulögðum hópferð- um á vegum SUNNU til útlanda. Er það meiri farþegafjöldi í utanlandsferðum en hjá öllum öðrum íslenzkum ferðaskrifstofum til samans árið 1965. Þessar miklu vinsœldir á SUNNA því fyrst og fremst að þakka, að ferðir skrifstofunnar hafa líkað vel og fólk, sem reynt hefir, getað mœlt með þeim við kunningja sína. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN Brottfarardagar: 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí, 14. ágúst og 4. september 12 dagar. Verð kr. 11.800.00. Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem allar eru þó mjög ólíkar. JÓNSMESSUFERÐ TIL NORÐURLANDA OG SKOTLANDS Brottför 21. júní. 15 daga ferð. Verð kr. 14.800.00. Flogið fyrst til Bergen og síðan farið um fjallahéruð og firði til Oslo og verið við bálin frægu í Harðangursfirði á Jónsmessunni. Síðan er dvalið í Oslo, en lengst í Kaup- mannahöfn, 6 daga. VÍNARBORG — BÚDAPEST — JÚGÓSLAVÍA — SVISS Brottför 26. júlí. 17. daga ferð. Verð kr. 18.700.00. Þetta er nýstárleg ferð, sem ekki hefir verið á boðstólum áður Hún veitir fólki tæki- færi til að kynnast náttúrufegurð og skemmtanalífi í þeim löndúm Mið-Evrópu, þar sem landslagsfegurð er einna mest. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 19. ágúst. 17 daga ferð. Verð kr. 17.650.00. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt í sjö ár og jafnan við miklar vin- sældir. EDINBORGARHÁTÍÐIN Brottför 27. ágúst. 7 daga ferð. Verð kr. 7.210.00. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin á hverju ári í sex ár og jafnan fullskipuð. ÍTALÍA í SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september. 21 dagur. Verð kr. 21.300.00. Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir Ítalíu með 3 — 4 daga viðdvöl í Feneyjum, Flórenz og Róm. Frá Róm liggur leiðin suður um Napoli, Pompei til Sor- rento hinnar undurfögru borgar við Capriflóann. Því næst er siglt með einu glæsileg- asta hafskipi heims, risaskipinu Michelangelo, norður með ströndum Ítalíu og Frakk- lands og gengið á land í Cannes á frönsku Rivierunni og ekið þaðan í bíl til Nizza, þar sem dvalið er síðustu daga ferðarinnar. Flogið heim um London. ÍTALÍA OG SPÁNN Brottför 23. september. 21 dagur. Verð kr. 24.860.00. Þessi óvenjulega og glæsilega ferð var farin í fyrsta sinn í fyrra, fullskipuð og kom- ust færri en vildu. Flogið til Feneyja og Rómar. Frá Róm er ekið til Napoli og Sorrento. Siglt frá Napoli með hinu glæsilega nýja haískipi, Michelangelo, til Gibraltar á syðsta odd Spánar. Þaðan ekið til Torremolinos, þar sem dvalið er á baðströnd. Flogið heim með viðkomu í Madrid og London. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA Brottför 7. október. 21 dagur. Verð frá kr. 22.700.00. Þeir mörgu, sem tekið hafa þátt í þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýraslóðir Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og furðum, sem fyrir augun ber. Auk hópferðanna annast SUNNA undirbúning og skipuleggur ferðir fyrir einstaklinga og einkahópa, án aukagjalds, þegar farseðlar eru keyptir hjá skrifstofunni. FERÐASKRIFSTOFAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.