Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 7
Kristbjörn Tryggvason, yfirlæknir:
Ræða
vib afhendingu Barnaspítala Hringsins
Góðir gestir og heimamenn!
Þegar ég í rlag tek við stjórn þessa glæsi-
lega spítala, sem þér sjáiö liér og nmnuð
brátt geta gengið um og skoðað verður mér
Iiugsað til allra þeirra, sem hér liafa lagt
að hönd og hug. Ég hugsa um það starf,
sem hér á að vinna og hvernig takast muni,
en efst í huga mér er sii ábyrgð sem ég liefi
tekizt á lierðar. Ég veit liver sú ábyrgð er
og vona að mér endist gæfa og kraftur að
valrla henni.
Kvenfélagið Hringurinn á heiðurinn af
því að þessi spítali er vígður í dag. Það
hefir kostað þrotlaust starf undirbúnings
og framkvæmda í 25 ár og frá þessurn árum
er margs að minnast.
Fyrstu kynni mín af Barnaspítala-hug-
myndinni voru, er stjórn Hringsins kallaði
mig á fund og skýrði mér frá að liafin
væri fjársöfnun til hyggingar barnaspítala
og óskaði að mega leita ráða hjá mér um
byggingu og rekstur. Frá þeim degi hefi ég
fylgzt með gangi mála. Það sem vakti strax
athygli mína var bjartsýni og eldmóður
þessara kvenna. Það var ómögulegt annað
en að hrífast og ég varð sannfærður um að
spítalinn hlyti að standa fullbúinn eftir ör-
fá ár. En það átti eftir að koma í 1 jós, að
bjartsýni og eldmóður nægðu ekki —- hér
þurfti auk þess óbilandi kjark og þraut-
seigju — og livort tveggja reyndist vera fyr-
ir hendi, erfiðleikum og vonbrigðum var
Barnaspítali Hringsins
Á þessum vetri náSi kvenfélagið Hringur-
inn í Reykjavík enn einum merkisáfanga
í starfi sínu, áfanga, sem allir hljóta aS
fagna. ÞaS var þá er þaS afhenti lands-
mönnum Barnaspítala Hringsins, sem staS-
settur er í hinni nýju viSbyggingu Lands-
spítalans.
Kvenfélagifi Hringurinn er 62 ára gam-
alt, stofnaS 26. janúar 1904 og voru stofn-
endur 45. Nú eru félagskonur um 200. Með-
al fyrstu verkefna félagsins var að liSsinna
bágstöddum sængurkonum og síSar snéru
þœr sér aS því, að liSsinna berklasjúkling-
um, en þá var berklaveikin mikill vágest-
ur hér á landi. ÁriS 1926 tók til
starfa hressingarhœli fyrir berklasjúklinga,
sem Hringurinn reisti í Kópavogi og rak
félagiS hœliS til ársins 1939, er þaS gaf rík-
inu stofnunina. Eftir þaS snéri félagiS sér
aS því aS afla fjár og undirbúa stofnun
barnaspítala og er þeim áfanga nú náS
meS miklum glœsibrag.
Þessi 62 ár hafa fjórar konur gegnt for-
mennsku, í Hringnum. Fyrsti formaSurinn
var frú Kristín V. Jacobsen, sem gegndi
því starfi í 39 ár. Þái tók viS frú Ingibjörg
Cl. Þorláksson, sem var for-maSur í f jórtán
áir, nœst tók viS frii Soffía Haraldsdóttir,
sem gegndi formennsku í fimm ár og nú er
frú SigþrúSur GuSjónsdóttir formaSur.
„Húsfreyjan“ samgleSst félagskonum
Hringsins aS sjá svo glæsilegan ávöxt erf-
iSis síns og óskar þeim velfarnaSar í störf-
um um ókomin ár.
HÚSFREYJAN
s