Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 10

Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 10
Eflir Peter Gibsou Ekkert liggur / a c < „Éa: verð að segja pabba og mömmu það varlega,“ sagði ég við Tony. Hann kyssti mig svo blíðlega, að ég fann að hann skildi mig. — „Einstaka sinnum eru það blunnindi að vera munaðarlaus,“ hvíslaði hann. Ég sá að brugðið var upp ljósi í svefn- herberginu þeirra. Það er merki, sem mamma gefur mér, þegar liún veit að við erum að kveðjast við liliðið og pabbi er alveg að glata glórunni. Ef ég læt sem ekkert sé — og það geri ég oftast nær, — þá kveikir mamma inni hjá mér og þá veit ég, að hún ræður ekki lengur við pabba og að hann ætlar að arka niður garðstíginn í inniskónum og segja Tony, að enginn almennilegur ungur pilt- ur lialdi heiðarlegri stúlku úti fram á næt- ur. — Maður kemst næstum við af því hvað þau eru gömul og fylgjast illa með tíman- um. En satt að segja leiðast mér þessir fyr- irlestrar, sem við verðum að lilusta á öðru hvoru. Tony þrýstir mér að sér og kveðjukoss- inn var ekki nema hálfnaður, þegar kveikt var inni hjá mér og ég sá mömmu draga tjöldin fyrir gluggann með óstyrkum hönd- um. „Ég verð að fara inn,“ andvarpaði ég. „Ég kenni í brjósti um pabba, liann getur ekki sætt sig við, að ég er orðin fullorðin.“ Tony bretti upp frakkakraganum, því enn var hundakuldi, þó vorið ætti að lieita komið. „Freud skýrir það allt,“ sagði hann, um leið og ég hallaði mér yfir liliðið til að fá síðasta kossinn. „öll persónusambönd eru blandin kjmhvöt, jafnvel samband föður og dóttur — en allt í undirvitundinni, auð- vitað.“ Ég horfði á eftir honum þegar hann skálmaði burtu á sínum löngu engisprettu- löppum. Tony er bara tvítugur, en lxann veit meira en flestir læra allt sitt líf. Hann liafði ekkert fyrir því að taka ágætt stúd- entspróf og hefði getað orðið frægur kjarn- orkufræðingur, ef foreldrar lians liefðu 6 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.