Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 11

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 11
ekki bœði farizt í bílslysi fyrir fjórum ár- um. Hann vill verða sjálfstæður og vinnur hjá vátryggingarfélagi og befur rosakaup, þó að pabbi segi, að lxann geti ekki séð fyrir konu. Ég opnaði með útidyralyklinum, sem ég fékk eftir liart stríð. „Þú hefðir átt að bjóða Tony kaffi,“ kall- aði mamma innan úr eldhúsi. Hún reynir ævinlega að gera gott úr öllu. „Það er alltof kalt til að standa úti og þú veizt, að ég vil helzt að þú bjóðir kunningjum þínum inn, þegar þeir eru svo vænir að fylgja þér liehn.“ Þetta var alveg óþolandi. Ég var búin að vera með Tony síðan ég var fimmtán ára, en þau vildu alls ekki horfast í augu við það. Mamma sagði alltaf aftur og aftur, að það væri betra að eiga marga kunningja og þegar liún var ung, þá hefðu þau alltaf farið mörg lit saman. Þau voru alveg ómöguleg. Þau vildu ekk- ert skilja. Ég fór með kaffið mitt inn í dagstofuna. Pabbi sat í stólnum sínum, hafði losað bindið og lét höfuðið lianga út á öxl. Hann vildi víst láta líta svo út, að liann liefði vakað eftir mér alla nóttina, en klukkan var bara korter gengin í tólf. „Jæja, livaða afsökun hefurðu í kvöld?“ spurði liann. „Misstir þii af strætisvagnin- um eða hvað?“ „Við þurftum að tala um dálítið,“ sagði ég blíðlega. Ég liafði lesið í hlaðagrein, að erfiðasli aldur karlmannsins væri kring um fimmtugt, svo ég ætlaði aldrei að segja neitt, sem gæti æst hann upp. En tillits- semin gagnaði lítið og því lengur sem ég hluslaði á fyrirlesturinn, því sannfærðari var ég um, að Tony og Freud hefðu rétt fyrir sér. Loksins fór liann að liátta og ég eftirlét mömmu að loka fyrir liitann, taka blaðið lians upp af gólfinu, tæma öskubik- arinn og láta gleraugun hans í gleraugna- húsin. „Veslingurinn,“ liugsaði ég. „Guði sé lof, að Tony er með kvenréttindum.“ „Pahhi þinn liefur rélt fyrir sér,“ sagði mamma. „Það er alltof seint að koma lieim á þessum tíma, þegar þú verður að fara á fætur klukkan sjö.“ Ég elti liana fram í eldhús. „Ég gifti mig kannski í sumar,“ sagði ég blátt áfram. „Maður trúir ekki, að sumarið sé að koma í þessum kulda,“ sagði liún á leið inn í búrið. „Ég ætla kannski að gifta mig í sumar,“ sagði ég aftur, um leið og pahbi kallaði of- an af loftinu. „Er furða þó við sjáum ekki út úr aug- unum á morgnana? Við verðum sljó af svefnleysi.“ „Ég ætla kannski. ..“ byrjaði ég enn einu sinni, en mamma var komin upp í miðjan stiga. „Lestu ekki of lengi, elskan, þú ert aftur farin að fá hauga undir augun.“ — Svo livarf hún inn í svefnherbergið. „Auminginn,“ hugsaði ég samxiðarfull, „liún lieyrði ekki orð af því, sem ég sagði. Hún liefur lengi lieyrt illa með öðru eyr- anu og ég lief staðið þeim megin við liana.“ Ég lét renna í baökerið og liugsaði um, að við Tony ætluöum hæði að segja þeim það annaö kvöld. Ég tók svolítið af hað- saltinu liennar mömmu og vonaði, að lykt- ina legði ekki inn til liennar. Ekki svo að skilja, að hún bannaði mér það. Eiginlega er hún reglulega sæt, en óskaplega gamal- dags. Hún ólst upp í smáþorpi þar sem maður fór ekki einu sinni á klósett, lieldur „gekk afsíðis“, og börn fæddust með dul- arfullum liætti. Næsta morgun sagði ég Emmy vinkonu minni á skrifstofunni fréttirnar. Hún lyfti augnabrúnunum og sagði: „Þá liehl ég verði læti. Ég veit um sautj- án ára stelpu, sem giftist á móti vilja for- eldra sinna. Þau voru samt viðstödd vígsl- una, en mamma hennar skældi allan tím- ann.“ Á leiðinni lieim leiddumst við og Tony sagði: „Þú verður yndisleg brúður“ — og ég varð frá mér numin af umhugsuninni um það, þegar ég gengi inn kirkjugólfið í hvíta kjólnum mínum. „Hvað — þú ætlar þó líklega ekki að 7 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.