Húsfreyjan - 01.01.1966, Page 12

Húsfreyjan - 01.01.1966, Page 12
fara að liengja á þig brúðarslör og allt það drusludót, Sally?“ Ég hrökk við, þegar hann sagði það og svo hélt hann áfram. „Þetta var upphaflega heiðinn siður og tákn hinnar hreinu brúð- ur er nánast hlægilegt á okkar dögum.“ Án allrar eftirsjár skipti ég í draumi mínum á hvíta kjólnum og stuttum, ljós- rauðum kjól. Svona liefur Tony mikil á- lirif á mig. Mér finnst allt sjálfsagt, sem hann segir. „Ég elska þig,“ sagði liann þegar ég stakk lyklinum í skráargatið, — „mundu það, þá komast þau ekki að með neinar mótbárur.“ „Ætlar þú að segja það, eða á ég að segja það?“ hvíslaði ég í forstofunni. Hann leit upp, eins og svarið væri skrif- að í loftið. „Seg þú það, ég bæti við,“ sagði hann og við fórum inn. Ég sagði það — og hafði alltof hátt því ég tala alltaf liátt þegar ég er óróleg. Nú hevrðu þau til mín. Mamma tók af sér gleraugun og pabbi lokaði meira að segja fyrir sjónvarpið í miðjum íþróttafréttunum. Ég kreisti hendina á Tony. Nú átti hann að taka við. „1 sumar — kannski í júní,“ sagði hann og var reyndar ofboðlítið skjálfraddaður, — „ef þið hafið ekkert á móti því. Ég veit, að Sally er ung í ykkar augum, en hún er afskaplega þroskuð eftir aldri og.. “ Hann komst ekki lengra. Pabbi stökk upp úr stólnum og skálmaði til okkar. Það var ægilegt augnablik. Ég hélt hann ætlaði að slá Tony niður, en í staðinn tók hann í hendina á honum og mamma faðmaði mig og áður en við vissum af, sátum við í sóf- anum með sherryglös og skáluðum fyrir því, að við yrðum hamingjusöm. „Júní er yndæll giftingamánuður,“ sagði mamma. „Við giftum okkur í júní og eftir þrjá daga skildum við og sáumst ekki fyrr en eftir fimm ár.“ „Ég var stríðsfangi,“ útskýrði pabbi. „Þið eruð heppnari, þið getið flutt beint inn í eigið heimili. Hvar ætlið þið annars að búa?“ „Það losna tvö herbergi yfir fiskbúðinni við torgið,“ sagði Tony alvarlegur. „Ég var að hugsa um að flytja þangað strax og mála svo og veggfóðra fyrir brúðkaupið.“ „Prýðilegt,“ sagði pabbi. „Verst að Sally þolir ekki fisklykt, en það skiptir naumast miklu máli.“ Mamma sagði. „En góði, nú fást litlar flöskur með þessu efni, sem eyðir allri ólykt. Það má hafa þær um allt. Og Sally getur fengið liúsgögnin úr herberginu sínu og ég get flutt saumavélina þangað og haft það fyrir vinnuherbergi.“ „Já, svo getur hún farið með plötuspil- arann úr horninu þama, svo ég geti loks- ins sett upp bókahyllurnar, sem mig hefur alltaf langað í,“ sagði pabbi. Ég setti sherryglasið frá mér, án þess að bragða vínið. Mér fannst eins og ég hefði komið inn á leiksvið í vitlausu leikriti og kannaðist ekkert við stikkorðin. „Eigum við að tilkynna opinberunina í blöðunum? spurði mamma. „Fyrst Tony á enga foreldra, þá er sjálfsagt að við sjáum um allt.“ Og hún brosti blíðlega til hans. „Við ætlum ekki að opinbera,“ sagði Tony. „Það er heimskulegt og tilgangslaust að eyða í hringa, þegar okkur vantar svo margt.“ „Þetta líkar mér,“ sagði mamma og lyfti hendinni, svo ljósið speglaðist í demantin- um í trúlofunarhringnum liennar. „Við verðum líka að panta tíma hjá prestinum strax. Ég veit, að það er ekki rómantískt, en ef maður ákveður ekki allt strax og ást- in blossar í augunum á brúðgumanum, þá getur margt skeð.“ „Ég fer fram og bý til kaffi,“ sagði ég og einhvem veginn lá hálf illa á mér, þegar ég fór fram í eldhúsið. „Em þau ekki skilningsrík og ágæt?“ sagði Tony þegar hann kyssti mig í forstof- unni. „Jú, dásamleg,“ anzaði ég og fannst eitt- hvert tómahljóð í orðunum. Mamma kom inn til mín þegar ég var háttuð. „Á morgun raða ég mataruppskrift- unum mínum og þú getur farið að skrifa þær upp. Þið verðið bæði að flýta ykkur svo mikið af stað á morgnana, að þá verður 8 HÚSFRETJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.