Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 16

Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 16
Indira Gandhi kjörin forsætisráðherra Indlands Það mun )iyk ja annálsvert á þessu ári, að kona hefur veriS kjörin forsætisráðherra einnar af fjölmennustu þjóSum heims, þjóSar sem telur nær 500 milljónir manna. Indira Gandhi er einkadóttir Kamala og Jawaharlal Nerhu, en faSir hennar var fyrsti forsætisráðherra Indlands, eftir að það hlaut sjálfstæði árið 1947. Við andlát hans tók við embættinu Shastri, sem bráð- kvaddur varð nú fyrir skömmu í Taslikent, en liafði aðeins gegnt embættinu hálft ann- að ár, er hann lézt. Indira Gandhi er 48 ára gömul, smávax- in kona með fremur þunglyndislegt andlit. Hún giftist 25 ára gömul Feroze Gandhi og eignaðist með honum tvo syni. Mann sinn missti hún fyrir fáum árum. Indira Gandhi ólst upp við það, að for- eldrar hennar og aðrir ættmenn sætu löng- um í fangelsum fyrir þátttöku í sjálfstæð- isbaráttu lands síns. Þegar á barnsaldri tók hún sjálf virkan þátt í þeirri baráttu. 1 bréfi, sem ég fékk frá henni fyrir fáum ár- um, telur hún það sitt fyrsta sjálfstæða skref á þeirri braut, að liafa safnað saman börnum til að læra að spinna bómull og vefa, en það var einn þáttur í stefnuskrá Gandhis, að hver fjölskylda ætti að reyna að fullnægja sem mest eigin þörfum, svo sem með því að vinna sér fatnað úr heima- fengnu efni. Þegar Indira Gandhi var tólf ára, færðist hún meira í fang. Hún gekkst fyrir félagsstofnun bama, sem kallað var 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.