Húsfreyjan - 01.01.1966, Page 23
um hnéliðinn, þá er brjóst og bak aðskilið.
Brjóstið skorið að endilöngu og síðan hvor
helmingur í tvennt. Hér eru svo nokkrar
uppskriftir, sem segja nánar fyrir um með-
ferð liænsnauna hverju sinni.
Steikt hænsni
1 hæna, stór
1 tsk salt
Ys tsk pipar
75 g smjörlíki
4 dl vatn
Sósan:
SoðiiV
114 dl rjómi
2 msk hveiti
Sósnlitur
Rihsberjalilaup
eða saft
Ungir hanar eru fullt eins góðir til steik-
ingar og liænur. Þeir eru yfirleitt kjöt-
meiri og jnirfa skemmri suðu. Hænsnin
hreinsuð og skorin í bita. (Bakið soðið sér,
soðið notað í sósuna og kjötið, sem af jiví
fæst, í einlivern smárétt.) Steikt fallega
móbrúnt á pönnu eða í potti. Kryddað,
vatninu eða soði hellt yfir, soðið við hægan
hita í 1—11/2 klst.
ICjötið sett á fat, og haldið lieitu, soðið
fleytt vel og síðan jafnað með hveitijafn-
ingi, Soðin 5 mínútur, rjóma, sósulit og
ribssaft hrært saman við. Dálitlu af sósu
hellt yfir kjötið, sem borið er fram með
soðnum og brúnuðum kartöflum og góðu
hráu grænmetissalati.
Hænsni í fati
1 hæna, stór
75 g smjör
2 dl soð
2 dl rjómi
Sósulitur
Hænan er hreinsuð og skorin í bita. 50 g
af smjöri brúnað á pönnu, kjötbitarnir
steiktir jiar í, raðað í eldfast mót. Pannan
soðin út með soði (af bakinu), rjóma, sósu-
lit og kryddi liellt yfir kjötið. Lok sett á
mótið, sett inn í 175—200° heitan ofn í
nál. lj/9 klst. Á meðan eru sveppirnir
hreinsaðir og skornir í sneiðar. Afgangur-
inn af smjörinu briinaður ljósbrúnn á
pönnu, sveppirnir steiktir þar í, þar til
jteir eru fallega ljósbrúnir. Settir ofan á
mótið, soðið áfram í 15—20 mínútur.
Borið fram með soðnum kartöflum og
góðum grænum baunum.
1 tsk salt,
ögn af pipar
250 g sveppir
J/2 kg grænar baunir
IIUSFREYJAN
19