Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 25
SPURT OG SVARAÐ Spurning: Hvernig á að sjóða lirogn svo að þau springi ekki? Svar: Bezt er að vefja álþynnu (alúmín- pappír) utan um hvert lirogn, stráið fyrst dálitlu salti yfir lirognin. Leggið þau síð- an í pott og liellið köldu vatni yfir, svo að það liylji alveg hrognin, (pakkana). Sjóðið lirognin 15—45 mín. við liægan liita. Fer suðutíminn eftir því, live þau eru stór. I staðinn fyrir álþynnu má einnig nota t. d. smjörpappír eða sellofan. Spurning: Hvernig á að fara með nælon- skyrtur, sem liafa orðið heiðgular, þegar þær liafa verið látnar í klór? Svar: 1 „Tvatthoken“, er Konsumentinsti- tutet í Stokkhólmi hefur gefið út fyrir nokkrum árum, er sagt frá þessu fyrirbrigði, og veit enginn af liverju þetta kemur, en helzt er álitið, að þvottaefnið, sem lxefur verið notað til að þvo úr skyrtuna og klórið kunni í sameiningu að liafa þau álirif, að nælonið verði heiðgult. Er því eindregið varað við að nota klór á nælon, því engin ráð virðast duga til að fjarlægja gula litinn. Ennfremur hafa sumir þá reynslu, að sí- slétt baðmullarefni, (sem lítið eða ekkert þarf að strjúka) eins og t. d. livítar poplín- hlússur, verði götótt, sé það látið í klór. Húsmæður skulu því atliuga, að láta ekki slíkan fatnað verða mjög óhreinan og lield- ur ekki láta liann liggja óhreinan í lengri tíma, því þá kann að vera erfitt að ná óhreinindunum burtu. Spurning: Hvernig er bezt að leysa þann vanda, sem kann að rísa í fjölbýlisliúsum, þar sem aðeins er eitt þvottahús til sameig- inlegra afnota fyrir alla íbúa lmssins? húspreyjan Svar: Leitað var til Leiðbeiningastöðvar- innar úr einu fjölbýlislmsi liér í bæ, þar sem íbúunum fannst þeir liafa of stuttan tíma til að þvo og ganga frá þvotti sínum. Um þrjátíu fjölskyldur nota þvottahúsið og hafa það til umráða liálfan dag, um það bil 18. livern dag. í liúsinu var gert ráð fyrir tveim þvottaliúsum, en eins og sakir standa er einungis annað þeirra notað, og vildu flestir íbúarnir ekki kosta upp á aðra sameiginlega, stóra þvotta- vél, þeytivindu og strauvél eins og er í því þvottahúsi sem fyrir er. Nú var spurn- ingin, livað hægt væri að gera til úrbóta, sem ekki væri of kostnaðarsamt, og var húsnefndinni falið að gera tillögur. Við fengum vitneskju um það að í öðru sambýlislmsi voru fjölskyldurnar mjög ánægðar með fyrirkomulagið í sínu þvotta- liúsi. Töluðum við því við liúsvörðinn þar, og var liann svo elskulegur að bjóða okkur að skoða þvottaliúsið, og skýrði liann um leið frá skipulaginu. „Sjón er sögu ríkari“, segir máltækið. Hér blasti við nákvæmlega sami vélakosturinn eins og í fyrm. sam- býlishúsinu. Eini munurinn var sá, að hér var einnig þurrkari fyrir þvottinn. En það var hægt að láta þrjár fjölskyldur þvo yfir daginn. Allar liúsmæður gátu komizt af með þennan stutta þvottatíma, því að hér sparaðist sá tími, sem fer í að hengja upp þvottinn og taka hann niður aftur af snúr- unuin, og liægt var að byrja strax að ganga frá þvottinum. 60 fjölskyldur liafa þar ein- ungis tvö þvottahús til umráða, en liver fjölskylda fær að nota þvottalnisið eins oft og hún vill. Panta þarf tíma fyrirfram hjá húsverðinum og borgað er fyrir raf- magnið samkvæmt mæli. Húsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þurrkari mundi ekki kosta nema rúmar 1000 kr. á fjölskyldu. Þar að auki væri hægt að hjóða þeim fjölskyldum, sem kysu held- ur að fá sér eigin þvottavél, að láta liana í hið „óinnréttaða“ þvottaliús. Betri nýting á þvottaliúsinu fengist, ef liver fjölskylda pantaöi tíma og réði sjálf, live oft liún vildi þvo. S.H. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.