Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 27

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 27
eða eins og títuprjónsliaus. Bezt er að nota stoppunál og stinga fyrst í hring svo stóran sem gatið á að vera, en stinga svo miðjuna úr síðast. Stingið nálinni síðan inn í gegn- um himnurnar undir skurninu. Blásið síð- an inn í gegnum annað gatið, en haldið liinu yfir skál. Þegar skurnið er tómt á að skola það úr volgu vatni, svo að ekki verði eftir leifar af hvítu utan á því. Nota má dekstrinliti eða sérstaka aug- lýsingaliti til að mála með svo að fáist skær- ari og hreinni litir, eða bara venjulega vatnsliti. Gott er að stinga eggjunum upp á bandprjón á meðan veriö er að mála á þau, svo þægilegra sé að halda á þeim. Þá má vefja teygjusnúru um prjónipn neðan við eggin svo að þau haldist kyrr og stinga svo prjóninum í pappaöskju svo að hann standi upp á endann. Þá er auðvelt að Iiefja málarastörfin. Ef við viljum bara lita egg- in fallega gul, er liægt að sjóða upp á hýði af lauk og dýfa eggjunum þar í eða láta þau sjóða aðeins í því, svo að dekkri gulur litur fáist. Láta verður snúru í eggin, þegar á að liengja þau upp á grein. Bindið tvinna- spotta uin títuprjón miðjan, stingið lionum inn í eggiö, lu-istið það til, svo að prjónninn sitji þversum, hindið síðan lykkju á liinn enda þráðarins til að liengja liann upp. Egg- in eru mjög falleg sem skraut á nýútsprung- inni birkigrein í gólfvasa eða borðvasa. Þá má hafa þau sem borðskraut á páskunum, setja þau í skál cða á hakka og láta þau standa alla vega ef salt eða sykur er sett á botninn í skálinni. Auðvelt mun að nota innihald eggjanna í páskabakslurinn eða búðinginn. HUSFREYJAN 23

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.