Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 35

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 35
selju o. fl. (ef vill) 1 skæri 2—3 sleifar 2 þeytarar mæliskeið'ar 1 dl-mál 1 sleikja 1 hveitihristari Bökunaráhöld: 1 bökunargrind (kökurist) 1 kökumót 1 vigt eð'a 1 mælimál 1 pensill 1—2 tertumót Rœstiáhöld: 1 uppþvottagrind 1 uppþvottabursti 1 pottaslcrúbbur eldbúsklútar 1 sorpfata 1 gólffata 1 gólfklútur 1 rykskófla 1 sópur 1 skaftskrúbbur 1 strokbretti I strokjárn 1 ryksuga ( ef vill) Pottar, pönnur og skálar Fjölskyldnstærð ræður mestu um, hve stór- ir pottar eru keyptir, en það er ekki hag- kvæmt að velja mjög litla potta. Áríðandi er, að pottarnir séu úr haldgóðu efni, sem auðvelt er að lireinsa. Því betur sem efnið leiðir liitann, því minna rafmagn eyðist. En pottarnir þurfa einnig að vera fallegir, ef við höfum þann sið að bera fram matinn í þeim. Handföngin eiga að vera vel einangruð, svo að þau Jiitni ekki. Þau þurfa að vera vel fest við pottinn og jtannig í laginu, að þægilegt sé að lialda við pottinn. Pottar úr alúmíni eru léttir, og alúmín leiðir vel liitann. Kaupið ekki of þunna potta, því Jieir vilja beyglast. Þykkir alúm- ínpottar eru sterkir og maturinn brennur lítið við í þeim. Bezt er, að dropakantur sé á pottinum, svo að auðvelt sé að liella úr lionum. Geymið aldrei matarleifar í alúm- ínpottum, þeir geta þá skemmzt. Alúmínpönnur cru ágætar, en munið að sjóða fyrst matarolíu eða lireina fitu (tólg eða plöntufeiti) á nýrri pönnu, áður en hún er tekin í notkun. Ef pönnubarmurinn er aflíðandi er auðveldara að beita steikara- spaðanum, það er einnig kostur, ef pann- an er með dropakanti eða ineð stút á báð- um liliðum. En alúmín liefur þann ókost, að það dökknar við notkun. En nú er liægt að fá rafsýrða (eloxeret) alúmínpotta. Með sér- stakri aðferð’ er sett á pottana sýrungs- himna, sem kemur í veg fyrir að þeir dökkni fyrir álirif loftsins eða litist af mat- vælum, en slíkir pottar eru að sjálfsögðu dýrari. Pottar úr steyptu járni, sem eru gleraðir hæði utan og innan eru framleiddir í mis- munandi litum. Þeir eru oft fallegir, en þeir eru ]mngir og frckar dýrir. Ef matur- inn hrennur við í gleruðum ])otti má ekki skafa hann með beittu áhaldi eða nudda með grófu ræstidufti, þá skemmist glerung- urinn. Bezt er að láta vatn og þvottasóda í pottinn og sjóða það í nokkrar mínútur, er ])á auðveldara að lireinsa pottinn á eftir með mjúkum hursta og uppþvottalegi eða sápu. Pottar úr gleruðum stálplötum eru létt- ari, en þeir eru ekki heppilegir fyrir mat, sem hætta er á að brenni við, eins og mjólkurmat og þess liáttar. Pottar úr ryðtraustu stáli leiða liitann illa, en þeir eru nú framleiddir með kopar- HÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.